Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 50
48
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
skoðun Þorkels Jóhannessonar og endurskoðendur kennslubókanna.
I Reykj avíkurbréfi Morgunblaðsins er sá varnagli sleginn, að ekki
sé „næg ástæða til að neita að hugmyndinni hafi verið hreyft“. Og
Jóhannes Nordal seðlabankastj óri kemst að svipaðri niðurstöðu í
inngangi að útgáfu Almenna bókafélagsins á riti Hannesar biskups
Um mannfækkun af hallærum. Hann segir:
Þessi ummæli Hannesar um flutning Islendinga til Danmerkur hafa orðið
næsta fræg, enda þótt fræðimenn hafi upp á síðkastið viljað draga nokkuð
úr gildi þeirra. Þannig telur Þorkell Jóhannesson, að ekki hafi verið um að
ræða annað en hugmyndir um flutning nokkur hundruð þurfamanna til
Danmerkur í því skyni að létta hér sveitarómegð. Kann það vel rétt að
vera, að lengra hafi slík áform ekki náð í opinberum bréfaskiptum eða um-
ræðum um þessi efni. Hinu verður þó vart trúað, að Hannes Finnsson hafi
farið með fleipur eitt um svo alvarlegt mál, og það í ritum Lærdómslista-
félagsins aðeins nokkrum árum eftir að atburðirnir gerðust. Mun sönnu nær,
að hann hafi haft sannar spurnir af slíkum ráðagerðum háttsettra manna, þótt
heimildir um það verði ekki lengur grafnar úr gleymsku. Kemur í þessu
efni og mörgum öðrum fram, að Hannesi hefur fallið þungt skilningsleysi
útlendru manna á högum íslands og sjálfsbjargarmætti þjóðarinnar.
5. Þorkell Jóliannesson vekur athygli á því, aS þjóðarflutnings-
sagan sé næsta gömul í fyrstu gerð sinni, og upphafsmaður hennar
sé Hannes Finnsson. Frásögn hans hafi síðan verið fylgt „af Jóni
Sigurðssyni og öðrum íslenzkum sagnamönnum“. Þau orð, sem síð-
ast var vitnað til, orka þó nokkurs tvímælis, eins og fyrr hefur
raunar verið sýnt fram á, en verður nú áréttað.
Áður er vitnað til þess, hvað hinir þrír höfundar frumheimilda
hafa ritað og er augljóst af því, að Hannes Finnsson er næsta fá-
orður um fyrirhugaðan þj óðarflutning. Hann segir það eitt, „að
jafnvel 1784 var komið fyrir alvöru í tal að sækja allt fólk úr land-
inu til Danmerkur...“ Og færri eru orð Magnúsar Stephensens,
því að hann ritar þetta eitt: „ ... endog tænlctes paa at lægge det
öde og bortföre de overblevne Mennesker...“ Ekki er Jón Espólín
heldur ýkja margorður, er hann segir: „en þá kom í orð fyrst að
flytja allt fólk úr landi hér, og setja niður í Danmörku og var nær
staðráðið.“ Hyggja ber einnig að því, að í þessum fáorðu textum er
ekki annað sagt en margnefnd fyrirætlan hafi komið fyrir alvöru í
tal, verið hugleidd - „tænktes” - eða komið í orð.
Orðalag kennslubókanna, sem út voru komnar fyrir 1945, er í