Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 51
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
49
fullu samræmi við þetta. Þar segir, að talað hafi verið um, komið
hafi til tals, og sú tillaga hafi verið rædd að flytja landsfólkið brott.
í bók Jónasar Jónssonar segir raunar, að sumir hafi viljað flytja
fólkið brott, en ekki getur það orðalag talizt í ósamræmi við það,
sem í frumheimildum stendur. Þorkell Jóhannesson segir hins vegar
í Andvararitgerð sinni 1945, að í kennslubókum okkar í Islendinga-
sögu sé fortakslaust frá því skýrt, „að í ráði hafi verið 1785 að
flytja alla íslendinga af landi brott. ..“ Hér eru orð kennslubók-
anna ekki rétt hermd.
I öllum kennslubókunum segir, að fyrirætlan þessi hafi verið
rædd í landsnefndinni síðari og þá árið 1785. í IX. kafla Andvara-
ritgerðar sinnar leitast Þorkell Jóhannesscn við að sýna fram á, að
allt annað hafi verið rætt í landsnefndinni - útflutningur nokkur
hundruð fátæklinga og þurfamanna, eins og áður er nánar rakið.
Hvorki Hannes Finnsson né Magnús Stephensen nefna landsnefnd-
ina einu orði sem umræðuvettvang þessarar hugmyndar. Að auki
segir Hannes Finnsson, að brottflutningurinn hafi komið til tals
árið 1784, en landsnefndin var ekki skipuð fyrr en árið eftir -
1785. Höfundar kennslubókanna hafa augljóslega sótt þennan
fróðleik til Jóns Espólíns og þar stuðzt við þá heimildina, sem sízt
skyldi. Röksemdir Þorkels Jóhannessonar beinast því raunverulega
eingöngu gegn Jóni Espólín, þótt hann vitni í orð Hannesar Finns-
sonar.
Jótlandsheiðar eru og alls staðar nefndar sem áfangastaður hinna
brottfluttu Islendinga. Þeirra sér þó hvergi stað í ritum heimildar-
mannanna þriggja, sem hér er um fjallað. Þessa vitneskju virðast
kennslubókahöfundar sækja til Jóns Sigurðssonar. Hann ritar eftir-
farandi í innganginn að Fréttum frá fulltrúaþinginu í Hróarskeldu,
sem út komu 1840 eins og fyrr er drepið á:
Það sannaðist á íslendingum sem mælt er: að blóðnætumar verða hverjum
bráðastar, því fyrstu 20 árin kvörtuðu þeir við konúng á hverju ári, en síðan
doðnaði fjörið smámsaman eptir því sem þeir urðu vanari kvölunum, og versn-
aði þá hagur þeirra meir og meir, þangað til loksins rak að því, sem við mátti
búast, að landinu lá við auðn, og var ráðgjört að flytja allt fólk af landinu
(1784-85) og fá því bústaði á Lýngheiði á Jótlandi, en hitt var þó afráðið að
lina verzlunarokið að nokkru fyrst, og sjá hversu gegndi...
MeS öllu er ókunnugt, hvert Jón Sigurðsson sækir þennan fróð-
íeik.
4