Skírnir - 01.01.1971, Síða 52
50
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Af þessu er ljóst, að íslenzkir sagnamenn hafa ekki fylgt frásögn
Hannesar Finnssonar nema miðlungi dyggilega, og á það einnig við
um skrif Þorkels Jóhannessonar í Andvara 1945. Hann segir þar
réttilega, að Hannes Finnsson sé höfundur sögunnar í fyrstu gerð,
en bætir því svo við, að sagan sé að vísu alröng. Þegar nánar er
hugað að skrifum hans, kemur í ljós, að þar er ekki verið að fjalla
um söguna í gerð Hannesar Finnssonar, heldur þeirri, sem hún
hefur síðar fengið í meðförum íslenzkra sagnamanna. Þorkell
Jóhannesson gefur því sem sé engan gaum, að Hannes Finnsson á
fjarska lítið í sögunni, sem lengst hefur staðið á síðum kennslu-
bókanna.
Sigfús Haukur Andrésson fylgir síðan Þorkeli Jóhannessyni án
þess að athuga forsendur og telur það íslenzkum sagnvísindum
til lítils sóma, að hálf önnur öld líði frá því, að slík „fjarstæða“
birtist fyrst á prenti (í riti Hannesar Finnssonar 1796), þar til ís-
lenzkur sagnfræðingur tekur sér fyrir hendur að „afsanna11 hana
(Þorkell Jóhannesson árið 1945).
Eins og nú er vonandi ljóst, er það tvennt ólíkt að meta sannindi
þjóðarflutningssögunnar í gerð Hannesar Finnssonar og í gerð
kennslubókanna, sem áður var farið yfir. Um heimildir þeirra
er þarflaust að ræða frekar. Sú skoðun hefur einnig verið látin í
ljós, að Jón Espólín sé lakastur heimildarmaður þeirra, er Skaft-
árelda lifðu og um þjóðarflutninginn hafa ritað. Eftir er þá aðeins
að huga nokkru nánar að því, hvort sagan sé trúverðug í ritum
þeirra tveggja manna, er gerst máttu vita og að auki hklegastir til
að festa hana á blað óbrjálaða — þeirra Hannesar Finnssonar og
Magnúsar Stephensens.
6. Þarflaust ætti að vera að rita hér lýsingu á Skaftáreldum og
móðuharðindum jafnoft og til þeirra atburða hefur verið vitnað.
Hvorki eldgosið sjálft né afleiðingar þess eiga sinn Hka, svo að
heimildir greini. Oskumóðunni, sem lagðist yfir landið, fylgdi
gróðureyðing, búfjárdauði og hungursneyð. Við þetta bættust svo
mannskæðar drepsóttir. Þjóðin var kúguð og hélt við allsleysi,
en yfirvöld úrræðalítil um bjargráð.
Árin 1779-1785 voru og nálega samfellt harðindatímahil; er
talið, að þá hafi dáið fjórðungur alls fólks á íslandi úr sóttxnn og