Skírnir - 01.01.1971, Side 53
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
51
hungri, en árin 1783-1784 er ætlað, að farizt hafi 53% alls naut-
penings, 82% sauðfjár og 77% hrossa. Þarf naumast frekar vitn-
anna við um þau áföll, sem yfir gengu, jafnvel þótt ætla megi, að
tölurnar um búfjármissinn séu eitthvað ýktar.4
Ekki er það á einn veg, hvernig menn bregðast við slíkum skakka-
föllum - sumir herðast við hverja raun, en aðrir gefast upp. Til
mestrar glöggvunar væri tvímælalaust að gera sér grein fyrir, hver
yrðu líkleg viðbrögð þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, ef hún yrði
fyrir áföllum sambærilegum móðuharðindunum. Vafalaust yrðu
ýmsir til að stappa stálinu í þjóðina og hvetja hana til að þrauka
enn sem hingað til, og ekki er að efa, að margir hlýddu því kalli.
Jafnlíklegt er hitt, að einhverjir - sennilega ekki fáir - tækju sig
upp og flyttust búferlum til annarra landa. Óttinn við frekari nátt-
úruhamfarir ýtti undir suma, en aðrir færu vegna þess, að þeir teldu
slíka atburði örugga vísbendingu um, að landið væri óbyggilegt.
Það hefur verið hlutskipti íslendinga að þola slæmt árferði öðru
hverju jafnlengi og heimildir endast, og er því vandalaust að afla
sér vitneskju um, hvernig þeir hafi orðið við slíku mótlæti. í harð-
indunum milli 1880-1890 fluttust Islendingar í stórhópum til Amer-
íku, og ekki er lengra síðan en 2-3 ár, að margir tóku sig upp og
fluttust búferlum til Svíþjóðar og Ástralíu. Ekkert hafði þó gerzt
í hkingu við Skaftárelda og móðuharðindi, en helztu ástæðux
hinna brottfluttu voru vantrú á lífvænlega framtíð á Islandi.
Ur því að menn hafa tekið þannig á móti jafnvel smávægilegum
erfiðleikum, þarf tæplega mikið hugarflug til þess að ímynda sér,
hvað gerðist, ef nú gengi yfir þjóðina eitthvað í líkingu við Skaft-
árelda og móðuharðindi með svipuðum afleiðingum. Ætli ein-
hverjir teldu ekki öruggast að hafa sig á brott? Og tæplega verður
sú tilgáta talin fjarstæðukennd, þótt einhvers staðar - jafnvel í
stjórnardeildum - kæmi til tals að flytja brott landsmenn alla.
Árið 1784 vissu menn ekki fremur en nú, hvað framtíðin bar
í skauti sér. Enginn gat þá séð fyrir, hvað úr Skaftáreldum eða
móðuharðindunum yrði. Var ekki alveg eins líklegt, að þetta væri
aðeins upphafið - eldgosið ætti eftir að magnast stórlega og breið-
ast víðar um landið? Þótt margt skorti nú á þekkingu manna um
eldgos, verður þó að hafa í huga, að árið 1784 vissu menn enn
minna.