Skírnir - 01.01.1971, Page 54
52
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Óttinn við frekari eldsgang og öskufall, svo og vonleysi um, að
sigrazt yrði á þeim stórfellda vanda, sem aS steSjaSi, hefur þannig
valdiS þeim ofur eSlilegu viSbrögSum, aS manna á meSal hafa
orS falliS um þaS, aS landiS væri ekki lengur byggilegt, og engin
úrræSi önnur en flytja landsmenn hrott, ef þeir ættu ekki aS deyja
hér drottni sínum.
Fregnir um Skaftárelda bárust til Kaupmannahafnar þegar haust-
iS 1783 og vöktu mikla athygli. Má nærri geta, þegar hafSar eru í
huga samgöngur á þeim tíma og öll aSstaSa til fréttaflutnings, aS
ekki hefur sannleikurinn ávallt veriS nákvæmlega þræddur og frá-
vikin þá þau, aS fremur hefur veriS gert meira úr en minna.
En um leiS og viSbrögS manna í Danmörku eru metin verSur
aS hafa í huga, aS á 18. öld hafSi ýmislegt veriS gert íslandi til
framfara. Má þar m. a. nefna Innréttingar Skúla Magnússonar.
Sú umbótaviSleitni hafSi þó harla lítinn árangur boriS - og nú
dundu þessi ósköp yfir. Þarf þá engan aS undra, þótt einhverjir
hafi örvænt um framtíS Islands, og er raunar skemmst aS minnast
endaloka Jóns Eiríkssonar, þótt síSar yrSu. Og varla verSur sú
ályktun talin fjarstæSa, aS þetta hafi orSiS tilefni þess, aS fyrir
alvöru hafi komiS í tal aS sækja allt fólk úr landinu og gera af
því nýbýlinga. LandiS væri ekki til búsetu falliS, hvort sem er.
Brottflutningur þjóSarinnar gat þannig komiS til orSa bæSi
á íslandi og í Danmörku, en á báSum stöSum var um aS ræSa
skyndileg viSbrögS ótta og vonleysis, þegar verst gegndi og enginn
vissi, hvert raunverulega stefndi. Um þetta er og auSvelt aS sann-
færast, ef lesiS er þaS sem hér aS framan er tekiS úr ritum þeirra
Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensens. Ekki er veriS aS
deila á duglausa stjórn, enda var slíkt ekki siSur á þeim tíma. 011
áherzla er lögS á hamsleysi náttúruaflanna, bágindi þjóSarinnar og
hinn nagandi efa um aS landiS sé byggilegt, en sögunni um þjóSar-
flutninginn hnýtt viS eins og til frekari áherzlu. AS sjálfsögSu er
þetta um leiS óbein hvatning til valdamanna aS sinna málefnum
íslands og þjóSarinnar sjálfrar aS glata ekki trúnni á landiS og
sjálfa sig.
Hér hefur ótvírætt veriS látiS aS því liggja, aS brottflutningur
þjóSarinnar hafi veriS ræddur hæSi á íslandi og í Danmörku. Eng-
ar heimildir eru þó til, sem taki af öll tvímæli um þetta. OrS Magn-