Skírnir - 01.01.1971, Page 55
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
53
úsar Stephensens eru svo almenn, að þau geta átt við hvort tveggja.
Hannes Finnsson ræðir hins vegar um aS sœkja allt fólk og verSa
orS hans ekki skilin á annan veg en þann, aS þetta hafi komiS til
tals í Danmörku.
En þetta skiptir þó ekki öllu máli. Enginn vafi er á því, aS Hann-
es Finnsson gat í báSum tilvikum haft af sannar spurnir. Ef slík
fyrirætlan hefur veriS rædd á Islandi, er eins og fyrr er aS vikiS
ekkert líklegra en hann hafi sjálfur átt um hana orSræSur viS
einhverja. Hafi hún hins vegar veriS rædd í Kaupmannahöfn, gat
honum hæglega borizt áreiSanleg vitneskja mn þaS, bæSi í bréfum,
sem síSar hefSu glatazt, og munnlegum frásögnum. Sem líklegan
heimildarmann má nefna Magnús Stephensen. Hann kom til ís-
lands áriS 1788 og tók viS embætti varalögmanns. Efnahagsleg
viSreisn Islands var þeim sameiginlegt áhugamál, honum og Hann-
esi Finnssyni, og ekkert líklegra en móSuharSindin hafi einhvern
tima borizt í tal. Var ástæSulaust aS láta annaS eins stórmæli
liggja í þagnargildi og þaS, aS jafnvel hafi komiS fyrir alvöru í
tal áriS 1784 aS flytja alla landsmenn brott og gera af þeim ný-
býlinga í Danmörku.
Vandalaust er aS benda á gild rök gegn þessari fyrirætlan, bæSi
þau, aS skipastól hafi skort til slíkra flutninga, fólkiS hafi ekki
veriS heppilegir nýbýlingar í Danmörku og andstætt hafi veriS
stefnu dönsku stjórnarinnar aS sleppa yfirráSum á íslandi. Allt
má kalla þetta röksemdir gegn sHku úrræSi, þótt þær séu ekki
óyggjandi. AuSvitaS gat komiS til mála, aS fólkiS yrSi flutt brott
smám saman - á næstu árum eSa áratugum. Ekki þurfti slík fyrir-
ætlan heldur aS fela í sér, aS enginn yrSi eftir í landinu og Danir
afsöluSu sér öllum yfirráSum. Fámennar verstöSvar voru hugsan-
legar eftir sem áSur og e. t. v. einhverjar gæzlustöSvar. En hvaS
sem þessu líSur ætti aS vera öllum Ijóst, aS í örvæntingu og vonleysi
ræSa menn fleira en beinhörS skynsemi leyfir — hvaS þá ef menn
telj a sig í beinum lífsháska.
Þegar loks hinn takmarkaSi brottflutningur kemur til umræSu í
landsnefndinni áriS 1785, er mesta hættan hjá liSin og örlítiS tek-
iS aS rofa til. Gefst þá tóm til rólegrar íhugunar og verSur niSur-
staSan sú, aS brottflutningur fólks - jafnvel þótt takmarkaSur sé
viS fátæklinga og þurfamenn - sé engin lausn vandans.