Skírnir - 01.01.1971, Page 59
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
57
í raun og veru varði Stresemann miklu meiri tíma í pólitískar við-
ræður við Sovétríkin, og samskiptin við þau voru miklu fyrirferðar-
meiri þáttur í utanríkisstefnu hans en þann getur grunað, sem les
úrval Bernhards. Má þó ætla, að útgáfa hans standist prýðilega
samanhurð við margar útgáfur skjala, sem sagnfræðingar almennt
treysta hiklaust.
En sagan er ekki öll sögð með þessu. Skömmu eftir að Bernhard
hafði gefið út skjöl Stresemanns komst Hitler til valda. Hann hafði
litlar mætur á þessum gamla utanríkisráðherra og vildi, að nafn
hans félli sem fyrst í gleymsku. Var engin fyrirhöfn spöruð til þess
að eyða útgáfu Bernhards, þannig að nú er hún fremur sjaldgæf.
En Stresemann naut mikils álits á Vesturlöndum, og árið 1935 var
gefin út ensk útgáfa skjalanna, sem í reynd var úrval úr úrvali Bern-
hards, þannig að um þriðjungi var sleppt. Sá hét Sutton, sem út-
gáfuna annaðist og gerði það með ágætum. Segir hann í formála,
að einungis sé sleppt skjölum, sem telja megi, að ekki hafi annað
en mjög tímabundið gildi og líklegt sé, að enskir lesendur láti sig
litlu skipta. Þetta er mjög eðlilegt. En afleiðingin er sú, að sam-
skipta Stresemanns við Sovétríkin gætir enn minna í útgáfu Suttons,
og var þeirra þó miður getið en skyldi í útgáfu Bernhards. A vestur-
löndum er útgáfa Suttons sú heimild um Stresemann, sem mest
er notuð — en ekki útgáfa Bernhards. Ef skjölin hefðu glatazt í
sprengjuárás og það horfið, sem eftir er, af útgáfu Bernhards,
hefði enginn dregið í efa, að útgáfa Suttons væri mjög traust.
Margar prentaðar útgáfur skjala, sem sagnfræðingum þykir gott
að hafa, með því að frumskjöl vantar, hvíla á sízt traustari grund-
velli.
En nú má stíga eitt skref í viðbót og spyrja, hvað segja skjölin
sjálf? I þeim er meðal annars að finna frásagnir af viðræðum
Stresemanns við utanríkisráðherra Rússlands Tsitsérín. Af frá-
sögnum þessum má ráða, að Stresemann hafi átt allt frumkvæði
í þessum samræðum. Nákvæm grein er gerð fyrir röksemdum hans
og sjónarmiðum, en miklu minni vitneskju er að fá um röksemdir
viðmælanda hans. Þetta er sameiginlegt einkenni allra slíkra frá-
sagna af diplómatískum samræðum.
Þessi skjöl segja í reynd ekki, hvað gerðist, heldur einungis, hvað
Stresemann áleit, að gerzt hefði, eða hvað hann vildi, að aðrir álitu,