Skírnir - 01.01.1971, Side 61
SKÍRNIR
ÞJÓÐARFLUTNINGUR
59
komið til orða, jafnvel viljað álíta það sjálfir. En á þennan hátt
geta menn velt fyrir sér sérhverri svokallaðri sögulegri staðreynd,
og niðurstaðan verður aðeins ein - hversu fátt verður vitað um for-
tíðina með óyggjandi vissu. Með þetta í huga skyldi ávallt viðhöfð
nokkur gát, þegar rætt er um sögulegar staðreyndir.
Þrátt fyrir shkar almennar takmarkanir, verður því þó haldið
fram hér, að engin ástæða sé til að vefengja frásagnir Hannesar
Finnssonar og Magnúsar Stephensens um, að 1784 hafi komið til
orða að flytja alla Islendinga af landi brott. Ef þessar heimildir
teljast ekki nothæfar, er hætt við að varpa verði fyrir róða miklu
magni heimilda, sem hingað til hefur þó verið talið réttlætanlegt að
styðjast við, og verða þá fleiri eyður í sögu íslendinga en nokkum
órar fyrir.
1 Um embættisafskipti þeirra Finns Jónssonar og Hannesar Finnssonar af
ráðstöfunum vegna Skaftárelda og mó'ðuharðinda, sjá m. a. Lovs. f. Isl. V,
60 og 123.
2 Tímarit Bmfél. 1888, 250 o. áfr.; Ævisaga séra Jóns Steingrímssonar 2.
útg., 190; Lovs. f. ísl. IV, 756.
3 Saga Jóns Espólíns 1895, 8 o. áfr.
4 Saga íslendinga VII, 278 o. áfr.
5 Það, sem hér fer á eftir, er að miklu leyti endursögn á því, sem E. H. Carr
ritar í bók sinni, What is History?, kaflanum, sem nefnist The Historian
and His Facts. Er hér stuðzt við Penguin útgáfu 1965, sbr. einkum bls. 8
o. áfr.
6 Líklegt er, að nokkuð sé tekið að fymast yfir stjómmálaatburði í Evrópu
á árunum 1923-1929, en fátt er til um þá ritað á íslenzku. Stresemann hafði
náð umtalsverðum árangri í því að koma á eðlilegum samskiptum milli
Þýzkalands og Vesturveldanna. Með Dawes-skipulaginu 1924 og Young-
áætluninni 1929 hafði tekizt að létta byrðar Þjóðverja vegna greiðslu stríðs-
skaðabóta til Vesturveldanna og með Locarno-samningunum 1925 hafði
friður verið treystur milli Frakklands og Þýzkalands, með því að ýmis nán-
ar tiltekin ríki í Evrópu ábyrgðust landamæri ríkjanna, svo og landamæri
Frakklands og Belgíu. Hann undirbjó og jarðveginn til inntöku Þýzkalands
í Þjóðabandalagið og reyndi að fá Versalasamningana endurskoðaða. Arið
1926 gerði hann friðar- og hlutleysissamninga við Sovétríkin. Friðarverð-
laun Nóbels hlaut hann sama ár. Um Stresemann sjá nánar Skúli Þórðar-
son, Almenn stjómmálasaga I, 77 o. áfr. og II, 19 o. áfr.
7 Sagnfræðingurinn Amold Toynbee starfaði í utanríkisráðuneyti Englands
f fyrri heimstyrjöld. Við að fylgjast þar með gerð opinberra skjala kveðst
hann hafa komizt að raun um, að eitt sé þeim aldrei ætlað að verða: sögu-
legar heimildir. (Aquaintances, Oxford University Press 1967, 117-118.)