Skírnir - 01.01.1971, Page 63
SKÍRNIR
KVÆÐI
61
hylur slíkt grafar gjóta,
en háðgjarn, dramblátur hræsnari,
hórkall, þjófur og lygari
langrar lífsögu njóta.
Fátækra göfugt feðra blóð
fölnað í mögrum kinnum stóð,
sumir þó svipinn þekki,
hallir vantar og hásæti,
hringjandi mynt og góðklæði,
guð vill það gefið ekki,
en framúrskarandi listir leynt
langt yfir hina gleymast hreint
á eigandans dauða degi,
samt það veröldin seinna leit
og saknaði þess úr miðjum reit,
hvörs verðug var hún eigi.
Húsbóndann eftir herbergi
heimskingj ans virðir drambsemi,
sem einmana á torgi tefur,
guðs ekki þekkir gersemar,
geymdar í húsi völundar,
því álit ei ytra hefur,
aðgætir ei þess skrift á skúr,
er skýrlega bauð að lesa úr
lausnarinn friðar frjálsi,
hvervetna maður sæll er sá,
sem þeim smáu ei hneykslast á,
því stjórnlegri er steinn á hálsi.
Drottinn, kenn mér mitt dagatal,
duga lát hér hvað gilda skal
eftir alvizku þinni,
þar til í lj ós þú leiðir frí,
það lengi var hulið myrkri í,
unn mér þá auðnast kynni,