Skírnir - 01.01.1971, Side 64
62
BÓLU-HJÁLMAR
SKÍRNIR
að ráðsmennska mín svo reyndist kunn,
að ráðlausra dýra fram úr munn
lastmálug tunga ei togni,
mitt þá fjúkandi lífsins leggst
lauf, sem forlögum undan hrekst,
dauðans í dúra logni.
Hvað skal mig furða, frelsarinn kær,
forakt heims þó mér gangi nær
með hugar mæðu kalda,
hefur hann fyrri hatað þig,
herra, þá leiðstú fyrir mig
forsmán og písl margfalda,
skal eg ei kaleik skenktan mér,
af skaparans hendi, drekka hér,
blandaðan köldu kífi?
Mína það gleður mædda sál,
mun eg guðssonar brúðkaups skál
bergja í betra lífi.
SÖNGVÍSA,
um dýrmæti náðar-tímans og hans óvissu endalok.
Lagið: Um dauðann gef þú drottinn m[ér].
Tak þitt, mín sál, í tíma ráð,
tíminn í burtu hður,
í tímanum drottins trúföst náð
tilbiðst á allar síður,
tíminn þó stuttur tefji hér,
tímans verk fylgja um eilífð þér,
herrann þíns bata bíður.
Brúka þá tíð, sem guð þér gaf,
grandvarlega, því hlýtur
strangan reikningskap standa af,
stuttur nær tíminn þrýtur,
forsómað tímans fallvalt strik