Skírnir - 01.01.1971, Page 65
SKÍRNIR
KVÆÐI
63
fæst ei til baka um augnablik,
líkt straumi fram hj á flýtur.
Ó, hvörsu dýrmæt ertú tíð
öllum sem vel þín gáðu,
ó, hvörsu muntú eilífð stríð
öllum sem tíð forsmáðu,
óttast eg tímann hvorfinn hér,
hulið straff réttvíst geymi hann mér,
drottinn, nægð líknar ljáðu.
Náðugur virztu á náðar tíð
náð þína frammi láta,
unni mér hér þín biðlund blíð
brot mín af hjarta gráta,
iðrunar tímann teygðu minn
til þess eg verði útvalinn
af þér í allan máta.
Hörmunga stytt mér, herra, tíð
hjálpræðis [tíð1 eg þreyi,
minna lífdaga leið þú tíð
lífsins á réttum vegi,
öllu framar að elska þig
og náungann sem sjálfan mig
gef þú, ó guð, eg megi.
Ævinnar dregst mín auma tíð
áfram í ráðaleysi,
orsakar jafnan andlegt stríð
óvina heiftar geisi,
sálin því grípur sorgar köf,
en sjúkdómar, elli, dauði, gröf
ofsækja andar hreysi.
Ó, hvenær fæ eg hvíld hjá þér,
herra minn dýrðar sæli,
1 Óljóst í hdr.