Skírnir - 01.01.1971, Side 75
SKÍRNIR KVÆÐAHANDRIT BÓLU-HJÁLMARS 73
Verdugleikumm þess Fátæka, Og / Forsmáir hans
Gáfur.“
bls. 10-12: „Saungvísa / UmTO Dyrmæti Nádar=tjmans / og
hanrcs óvissu Endalok.“
bls. 12-14: „Lofgi0rd Skaparans.“
bls. 14-16: „Afmælis=qvedia Authoris / qvedin 1818.“
bls. 17-18: „Dedicatió.“
bls. 18-23: „Þánkabrot / vid Jardarfór / Sál: Þorbjargar
Ejríksdóttur / undir Nafni S.M.D. / Lagid: Ljfs-
reglur hollar heyrid enn etc.“
bls. 24^-27: „Mannsaungur / Frá 15du Rímu Hrólfs
Sturl:S:“
Neðst á bls. 27 endar handritið á lausavísu sem svo hljóðar:
Út er sopið Sónar vín,
seljan klæða virði,
gáfuð, dyggðug, fróm og fín
fjaðra sporin hirði.
Undir lausavísunni stendur „H Jónsson“. Bls. 28 er auð. — Með
handritinu liggur og laus fjórblöðungur með kvæði, sem nefnist
Draumgeisli (upphaf: Heyrðu mig, vörður himna, guð, / heyrðu
dýrðar sanna brauð ...), en ekki er að sjá, að það sé með hendi
Hjálmars, né heldur bendir neitt til þess, að það sé eftir hann.
Þetta handrit Hjálmars er fyrir ýmsra hluta sakir merkt. í fyrsta
lagi eru fimm kvæðanna, sem í því standa — auk lausavísunnar -
allsendis ókunn annars staðar að, og hið sjötta, Afmæliskveðja
authoris ..., finnst þarna í eiginhandarriti höfundar og er þar all-
mjög frábrugðið texta uppskriftar, sem ein var heimild um það áð-
ur. í öðru lagi er það merkt við þennan fund, að handritið er eldra
en allar aðrar varðveittar kvæðasyrpur Hjálmars, nánar til tekið
frá því tímabili í ævi hans, er hann var nýlega fluttur frá Nýjabæ í
Austurdal að Uppsölum í Blönduhlíð. Veitir það þess vegna upplýs-
ingar um viðfangsefni hans á kveðskaparsviðinu á þeim árum. í
þriðja lagi er svo að nefna rímnamansönginn sem merkt atriði í
sambandi við fund handritsins, en hann er úr Göngu-Hrólfs rímum,
nánar til tekið hinni 16., en ekki 15. eins og Hjálmar hefur þarna
misritað, og má því með aðstoð þess tímasetja þær sem eldri en