Skírnir - 01.01.1971, Síða 78
76
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
þroska. Á Austurdalsárunum virðist Hjálmar hins vegar hafa lagt
ljóðagerðina á hilluna og lítið sem ekki fengizt við skáldskap, ef
frá er talin Tímaríma hin nýja, sem mun vera kveðin í kringum
brottför hans þaðan (1829). Eftir að hann flyzt aftur niður í
Blönduhlíð, fer hann á hinn bóginn að nýju að fást við Ijóðagerð,
og upp úr því hefst það skeið, sem helzt allt til æviloka hans og frá
eru runnin merkustu kvæði hans og rímur. Þetta handrit hefur að
geyma áður ókunn verk, sem sýnast vera til orðin á árunum í kring-
um og eftir 1830, og henda þau til þess, að þá þegar hafi Hjálmar
verið tekinn til við ljóðasmíöina á nýjan leik. Enn er hann þó
nokkuö leitandi í ljóðagerð sinni á þessu stigi, sem sést á því, að
hann yrkir þarna sálma og ljóð nánast heimspekilegs efnis (Söng-
vísa, hvörnin heimurinn ,..), sem eru yrkisefni, sem lítið ber á í
yngri handritum hans, en eigi að síður má líta á þessi verk sem
fyrstu sprotana af markvissri ljóðasmíði hins þroskaða skálds, sem
þegar á mótunarárin að baki.
Kvæðin fimm, sem áður voru ókunn, eru prentuÖ hér að framan,
og auk þeirra Afmæliskveðja authoris ... í þeirri mynd, sem Hjálm-
ar hefur hér gengið frá henni. Er staf- og greinarmerkj asetning
færð sem mest í nútímahorf, en þó þannig, að leitazt er við að láta
allar orðmyndir haldast óbreyttar.
1 Ummæli Þorsteins Jósefssonar eru svohljóðandi: „...Þrjú eiginhandar
handrit Bólu-Hjálmars taldi ég mig hafa séð í safni Davíðs. Ekki hafði
ég möguleika á að kanna gildi þeirra, en við fljótlega yfirvegun virtust
mér tvö þeirra vera afskriftir, en eitt vera mcð ljóðum Hjálmars sjálfs,
enda bar það titilinn „Lýtið samansafn nokkurra andlegra kveðlinga, orkt
og samanskrifað af Hjálmari Jónssyni 1832.“ 011 voru kverin skrifuð með
forkunnar fagurri rithönd ...“ (Þorsteinn Jósefsson: Bókasafn Davíðs
Stefánssonar; í: Skáldið frá Fagraskógi, endurminningar samferðamanna
um Davíð Stefánsson (Rvk. 1965) bls. 185.) Við leit í Davíðshúsi í ágúst
1970 fannst þó ekki nema handritið með Ijóðum Hjálmars, en hins vegar
tvö kver önnur með liendi svipaðri hans, sem ókunnir gætu villzt á, en ég
taldi mig þó mega fullyrða, að væru ekki skrifuð af honum. Safnið var
þó ekki fullkomlega skrásett, svo að vera má, að þau handrit, sem Þor-
steinn nefnir, leynist þar.
2 Skv. prestsþjónustubókum Mælifells og Reykja í Þjskjs., sbr. Jarða- og
búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781-1958... (Skagfirzk fræði XI, Rvk.
1949-59) II. h. bls. 66.
3 Sbr. Stefán Ólafsson: Kvæði (I—II, Kh. 1885-6) II, 331, og Sálmabók til