Skírnir - 01.01.1971, Page 80
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
Sagnaval Jóns Árnasonar
og samstarfsmanna hans
Nokkrar athugasemdir
Eitt höfuðeinkenni íslenzkra þjóðsagna og ævintýra, sem Jón
Arnason safnaði og gaf út, og út komu í Leipzig 1862-1864, er fjöl-
breytileikinn. I þessum tveimur bindum er ágætt úrval þjóðtrúar-
sagna og annarra þjóðsagna, fjöldi fagurra og skáldlegra ævintýra
og langir kaflar um siði og venjur. Er auðsætt, að vel var til þess
vandað, en lítt hefur verið rannsakað, eftir hvaða reglum þar var
farið. Hér verður þess freistað að gera grein fyrir meginreglunum,
en ekki ber að líta á greinina sem tæmandi rannsókn.
Haustið 1858, þegar dr. Konrad Maurer hafði lofað þeim Jóni
Árnasyni og Magnúsi Grímssyni að greiða fyrir útgáfu íslenzkra
þjóðsagna og ævintýra í Þýzkalandi, sendi Jón Árnason um fjöru-
tíu vinum sínum og íslenzkum fræðimönnum allýtarlega hugvekju
um ýmis þjóðfræði, sem hann bað þá að safna eða láta safna. Þarna
er drepið á ýmsar greinar þjóðfræða, því að upphaflega var það
hugmynd Jóns að hafa þetta safn sem fjölbreyttast. Hugmyndir hans
breyttust nokkuð eins og kunnugt er, svo að aðaláherzla var að
lokum lögð á þjóðsögur og ævintýri, en auk þess eru í safninu
langir kaflar um siði og venjur. Sjá má í stórum dráttum af fyrsta
hluta hugvekjunnar hvers konar þjóðsögum Jón sóttist eftir, og
verður nú þessi hluti hugvekjunnar rakinn efnislega. Fyrst nefnir
Jón fornsögur um staði og menn, nafnfræga menn helga og fjöl-
kunnuga á fyrri öldum og ýmislegt um fornmenn, þ. e. menn sem
uppi voru á landnámsöld og söguöld. Þar næst koma útilegumanna-
sögur og tröllasögur, álfasögur, landvættasögur, skrímslasögur,