Skírnir - 01.01.1971, Side 83
SKÍRNIR
SAGNAVAL JÓNS ÁRNASONAR
81
þessum sögum að þær eru allar teknar eftir sjónar- og heyrnarvott-
um eða samtíða mönnum og nágrönnum,“18 segir hann í athuga-
semd um þessar sögur.
Mikil freisting var einnig að láta ýmsar sögur, sem tengdar voru
hóksögum á ýmsan hátt, fljóta með. Tvær sögur, sem síra Eyjólfur
Jónsson á Völlum í Svarfaðardal skráði eftir móður sinni og ömmu,
fundu náð fyrir augum Jóns.19 Þetta eru Inntak úr söguþætti af
Jóni Upplandakóngi og Inntak úr sögu af Asmundi flagðagæfu.
Báðar þessar sögur voru skráðar að undirlagi Árna Magnússonar
og ennfremur sagan af Vestfjarða-Grími20 og Saga af Þorgeiri
stjakarhöfða,21 en allar þessar sögur eru skráðar eftir mönnum,
sem höfðu heyrt þær lesnar en ekki sagðar.22 Því miður eru hand-
ritin nú glötuð, svo að engin leið er að sjá hvernig sögurnar hafa
breytzt í meðförum sögumanna. Inntak úr sögu af Jóni Upplanda-
kóngi er römm draugasaga, en hinar tröllasögur, svo að þær sóma
sér vel efnisins vegna í safni Jóns Árnasonar.
Jón Árnason var eins og skiljanlegt er mjög háður skrásetjurum
sínum, og forðaðist að gagnrýna þá. Þetta tókst honum ekki ævin-
lega, og urðu þeir Gísli Konráðsson og Hjálmar Jónsson skáld á
Bólu helzt fyrir þeirri gagnrýni. Báðir voru sagnafróðir menn að
gömlum hætti og báðir, þó einkum Gísli, kunnugir fornritunum og
ýmsum rituðum heimildum og notuðu þessi merku rit allótæpilega,
þegar þeir skráðu þjóðsögur, og gerðu stundum úr öllu saman
sagnaþætti. Lýsir Jón Árnason sögum Gísla og Bólu-Hj álmars þann-
ig, og ekki hefur hann verið alls kostar ánægður: „Mér er raun að
því að einu leyti, að verða að taka sögurnar eftir Gísla Konráðsson
og Hjálmar skáld eins og þær eru, þó eg hafi leyft mér að breyta
í þeim ellilegustu orðmyndunum, inn í munnmælasögusafn, þar
sem þær eru innan um ramm-historisk-sannar (ættartölur etc.) og
fornyrtar; því eg viðurkenni fyllilega, að hvorugt á við í slíku
safni, en þykist þó ekki vera bær um að breyta eða kippa úr þeim
heilum köflum óaðspurt. Mér kemur einungis til hugar, að setja
mætti í hornklofa [ ] historisku kaflana í þessum sögum, sem ekkert
eiga skylt við munnmæli.“23 Ekki gekk Jón svo langt að afmarka
vissa kafla með hornklofum, en leitaðist við að ljá ekki rúm í safni
sínu munnmælasögum blönduðum rituðum heimildum hreytinga-
laust. Hann breytti orðfæri allra sagna, sem frá Gísla komu, og þar
6