Skírnir - 01.01.1971, Síða 84
82
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
skírnir
að auki sleppti hann ættartölum miskunnarlaust.24 Samt hefur hann
haldið nákvæmum ártölum, og má þar nefna sögima um Snæfjalla-
drauginn sem dæmi,25 og er þetta í samræmi við notkun ritaðra
heimilda í sögum, sem Jón hefur sjálfur skrásett, einkum viðburða-
sögum.
Guðbrandur Vigfússon, sem átti mikinn þátt í því að búa safnið
undir prentun, barðist annars öllu harðar gegn bóklegum áhrifum
en Jón Arnason sjálfur, enda var hann fjær skrásetjurum, og átti
að ýmsu öðru leyti hægara um vik. Hann vildi t. d. fella úr söguna
um Grím Skeljungsbana og segir svo í bréfi til Jóns Árnasonar 9.
júlí 1860: „Mér líkaði allt vel nema ein saga: Skeljungssaga. Það
er mikill vandi, hvað gjöra skal við slíkar sögur. I þessu formi, sem
Hjálmar skáld (á Bólu?) hefir skrifað hana, er hún að vísu engin
almúgasaga, heldur sett saman eftir munnmælasögunni, Bárðar-
saga Snæfellsáss (Hólaútgáfunni?) t. d. um belginn að kalla orð-
rétt, og svo skáldað inn t. d. vísurnar, sem er illur leirburður og
án alls efa óekta.“26 Þess má geta, að munnmælasöguna, sem Guð-
brandur drepur á þarna, hafði Hjálmar heyrt í æsku.
Þrátt fyrir þessa hörðu gagnrýni Guðbrands var sagan prentuð,
og mun Jón Árnason hafa ráðið því. En Guðbrandur vann sigur
með tilstyrk Maurers í deilunni um Hallvarðsþátt nokkurn,27 sem
honum þótti allfjarri munnmælum, en þeim mun blandnari bóksög-
um og er að mestu leyti verk Gísla Konráðssonar, að því er Finnur
Sigmundsson hefur bent á.28 Var það óhagganleg stefna Guðbrands
að Ijá engu rúm í safninu væntanlega nema sögum, sem væru ótví-
rætt upprunalegar munnmælasögur. í bréfi einu til Jóns Árnasonar
ræðir hann Hallvarðsþátt, og segir, að ein slík saga geti spillt fyrir
öllu safninu og bendir á þýzkar venjur í því sambandi.29 Jón var
enn í vafa og ollu þessar sögur honum miklum heilabrotum. Tók
hann að lokum það fangaráð að ráðfæra sig við Maurer og segir
svo í bréfi: „Hver ráð gefast með sögurnar eftir Gísla Konráðsson
og Bólu-Hjálmar? Eg sá það á þeim, að þær voru ekki munnmæla-
sögur eingöngu, heldur sambland af sannleika og skáldskap þjóðar-
innar, en þar er mjótt mundangshófið og vandrötuð leið milli Scyllu
og Charybdis. Til þess að gjöra þær að munnmælum, þarf að rífa
þær allar sundur og tæta; en það þori eg ekki að bjóða mér nema
með fullu leyfi höfundanna, sem eg býst við að verði því tregari á