Skírnir - 01.01.1971, Side 86
84
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
skírnir
der Gegenwart.33 Þess skal einnig getið, að Jón Árnason varð fyrir
aðkasti í tveimur blaðagreinum, vegna tveggja sagna, sem hann lét
prenta, og skrásetj ararnir sluppu ekki heldur.34 Var önnur greinin
um Jón Bjarnason bónda og sjómann í Hrísey, sem uppi var 1790-
1859, og hin um hinn alkunna Natan Ketilsson. Þótti greinarhöfund-
um mjög hallað á hlut þessara merkismanna og vildu rétta hann.
Sýnir þetta við hvaða örðugleika Jón Árnason og nánustu samstarfs-
menn hans áttu að stríða.
Eins og áður er getið, var það aðalregla Jóns Árnasonar að fara
eftir munnlegri geymd, og kærði hann sig lítið um það, þegar skrá-
setjarar fóru að bæta við frá eigin brjósti. Þess vegna hirti hann
ekkert úr Ólandssögu, sem hann klófesti eftir mikla leit. Ólandssaga
er þjóðsagnasafn, sem Eiríkur Laxdal skráði seint á 18. öld. En svo
fór, að Jón gaf Ólandssögu þann vitnisburð, að Eiríkur hefði „logið
óttalega inn í munnmælasögurnar í henni, spunnið út úr þeim og
ranghermt.“35
Jóni Árnasyni var auðvitað mikið í mun að ná í sem flestar sögur
og fjölbreyttastar: „Eg tek til eilífðar móti öllum sögum (þjóðsög-
um okkar), og eins hinum betri af kóngi og drottningu, karli og kerl-
ingu, sem að mér berast, því ekkert íslenzkt er mér óviðkomandi,
eða vil láta vera það.“3C Hér eru sett allvíð mörk, nema ekki er
alveg ljóst, hvort Jón á við efni eða frásagnarhátt með orðinu betri,
en sennilegast er það hvort tveggja. Annars gerði Jón upp á milli
sagnaflokka. Honum hefur þótt vænst um tröllasögur, draugasögur
alls konar, en síður þótt mikið til útilegumannasagna koma.37
Ástæðan til þessa er sú, að honum fannst helzt til mikið af hinum,
sem „lognar eru hver eftir annarri og líking hver við aðra.“38 í
öðru bréfi til Jóns Borgfirðings bætti Jón Árnason við galdrasög-
um, álfasögum og landvættasögum, en kallar útilegumannasögur
flestar ómerkilegar.39
Sumir hafa verið andvígir því að skrá sögur, sem taldar hafa ver-
ið alkunnar og báru greinileg einkenni sagnamannanna. Bj örn Hall-
dórsson prestur í Laufási kemst svo að orði í bréfi til Jóns: „Kerling
ein er hjá mér, margkunnandi, en flest, sem hún kann, er alkunnugt
og með nýjabragði, og þar að auki er hún viðsjál og skreytin í öll-
um framburði sínum og vís til að fylla eyður með sínum eigin til-
búningi.“40 Nú hefði verið afar fróðlegt að eiga sagnir kerlingar-