Skírnir - 01.01.1971, Page 88
86
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SKÍRNIR
sem hver er diktuð eftir annarri.“43 Það er athyglisvert, að útilegu-
mannatrú er að þverra um þetta leyti og getur verið, að andúðin á
útilegumannasögum stafi af því. Það ýtti líka undir, hve útilegu-
mannasögur eru í rauninni fábreyttar. Séra Skúli Gíslason var einnig
gagnrýninn á karla- og kerlingasögur. Hann segir, að þær lýsi „oft
miklum dramatiskum cg kómiskum gáfum, en vel þyrfti að velja
þær.“44 Vildi Skúli sleppa þeim, sem „væru mjög smekklausar eða
klámfengnar.“45
Hér að framan hefur verið reynt að draga saman ýmsar stað-
reyndir um sagnasmekk og sagnaval, og þá einkum reynt að rekja
hinar fræðilegu forsendur fyrir því. Af hinum dreifðu dæmum má
ráða, hve hált og afsleppt viðfangsefnið er, hvað söfnuninni sjálfri
viðvíkur, og málið verður lítt auðveldara viðfangs, þó að vikið sé
að útgáfunni sjálfri. Samt skal reynt að rekja, hvaða sagnir Jóni
Árnasyni hafa ekki þótt prenthæfar, vegna þess að þær munu ekki
hafa samrýmzt hugmyndum hans um almennt velsæmi. Jón vildi
láta ýmsar kímnisögur víkja og jafnvel láta Maurer brenna þeim,
þegar sást, að fyrra bindið af Þjóðsögunum var orðið of stórt, en
hverjar það voru verður ekki sagt með fullri vissu.4® Þó er vitað,
að Jón vildi ekki láta prenta söguna um kerlinguna, sem reiddist
svo, þegar þurrheyið rigndi hjá henni, að hún otaði hrífuhalanum
upp í loftið og sagði: „Þú nýtur þess guð, að ég næ ekki til þín.“47
Á spássíu prentsmiðjuhandritsins hefur Jón skrifað: „Er ekki þessi
saga of óguðleg? til að taka hana - NB (gættu vel að).“48 Þessi
saga hefur líklega komizt í safnið fyrir atbeina Guðbrands Vigfús-
sonar eða Maurers, en Jón seldi Maurer sjálfdæmi, hvaða sögum
skyldi sleppt í fyrra bindinu.49 Fræðileg og fagurfræðileg sjónar-
mið voru þó efst í huga Jóns Árnasonar við þessa endurskoðun,
því að hann biður Maurer að sleppa þeim sögum sem hann telji
ofaukið eða væru ekki annað en afbrigði af sömu sögu. Ekki var
þessu þó fylgt út í æsar, því að stundum eru prentuð mörg tilbrigði
eða missagnir, svo að notað sé orðalag Jóns Árnasonar, af sömu
sögu og her allmjög á þessu í útilegumannasögum og ævintýrum.
Eins og Einar 01. Sveinsson hefur bent á,50 var það algengasta að-
ferð Jóns að blanda ekki saman tilbrigðum sagna. Hann gerði það
reyndar stundum, þegar um var að ræða sagnir af sama manni, en
hitt var aðalreglan. Þessi aðferð, að greina í sundur tilbrigðin, var