Skírnir - 01.01.1971, Síða 89
SKÍRNIR
SAGNAVAL JÓNS ÁRNASONAR
87
mjög andstæð þeirri aðferð, sem mjög var í tízku erlendis á fyrri
hluta 19. aldar, en þar þótti ekkert mæla á móti því að setja saman
sögur eftir mörgum tilbrigðum. Þessi aðferð Jóns var því nær ein-
stök á þessum tíma51, og ber vitni um vísindalegan strangleika hans
og trúmennsku hans við stíl heimildarmannanna.
Eins og þetta ágripskennda yfirlit ber með sér, var sagnaval Jóns
Árnasonar, nánustu samstarfsmanna hans, safnara hans og heim-
ildarmanna ekki af einum toga. Þar gætir vísindalegs strangleika
þeirra þremenninganna, Jóns Árnasonar, Guðbrands Vigfússonar
og Konrads Maurers, eins konar þj óðfélagslegrar ritskoðunar,
frjálslyndis Jóns blandins djúpri alvöru og áhrifa ritaðra heimilda
á íslenzkar þjóðsögur, en þau voru meiri og margbreytilegri en á
þjóðsögur annarra Evrópuþjóða. Þrátt fyrir þessi mismunandi sjón-
armið eða ef til vill einmitt vegna þeirra, urðu Islenzkar þjóðsögur
og ævintýri Jóns Árnasonar fj ölbreyttar. Þær urðu aðalheimildar-
rit um þessi fornu en þó síungu fræði, og vinsælasta rit, sem gefið
var út á seinni hluta 19. aldar á íslandi, því að þær voru lesnar
upp til agna.
1 Sbr. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. bindi. Tilvitnanirnar í íslenzkar
þjóðsögur og ævintýri Jóns Arnasonar eru miðaðar við nýju útgáfuna, en
I. og II. bindi af henni komu út í Reykjavík 1954 (skammstafað JA hér
á eftir).
2 íslendingur II, 1861, nr. 12.
3 Sbr. JÁ I, bls. 225.
l Sbr. JÁ I, bls. 402-403.
3 Sbr. Úr fórum Jóns Árnasonar, Reykjavík 1950-1951, I, bls. 100.
6 íslendingur II, 1861, nr. 12.
1 Ný félagsrit XX, bls. 193.
8 Sbr. JÁ II, bls. xxxv.
9 JÁ II, bls. xxxv.
10 JÁ I, 407-408.
11 JÁ I, 404-406.
12 JÁ I, 408-411.
13 Sbr. JÁ I, bls. 683.
11 Allar sögurnar þrjár eru prentaðar í I. bindi bls. 297-303.
15 Sbr. JÁ I, bls.679.
16 S.st.
17 S.st.
18 JÁ I, bls. 297.