Skírnir - 01.01.1971, Side 91
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
Þingvaliafundur 1888
og stjórnarskrármálið
Síðari hluti
Til þingvallafundarins 1888 var stofnað fyrst og fremst í
þeim tilgangi, að hann skyldi lýsa yfir vilja þjóðarinnar í sjálfstæð-
ismáli hennar, stj órnarskrármálinu. Skal nú athugað, hvað felst
í ályktun fundarins í þessu aðalmáli hans.
Eins og Odd Didriksen bendir á (Saga 1968, bls. 15) voru nú
ekki gerðar svo ákveðnar kröfur um einstök atriði sem á Þingvalla-
fundinum 1885, heldur mörkuð meginstefna, en Alþingi falið að
fjalla um einstök atriði, og var það á allan hátt vel við eigandi,
þar sem þingið var að sjálfsögðu sá aðili, sem fór með umboð
þjóðarinnar gagnvart stjórninni. Enn fremur er það rétt athugað
hjá Didriksen, að fundurinn vildi ekki hinda Alþingi við hin eldri
stjórnarskrárfrumvörp endurskoðunarmanna, hvorki hina endur-
skoðuðu stjórnarskrá, sem samþykkt var á þingunum 1885 og 1886,
né heldur frumvarp neðri deildar 1887. Orðalag ályktunar Þing-
vallafundarins bendir til þess, að hann vilji, að Alþingi taki allt
málið til íhugunar á ný og semji frumvarp, sem að einhverju leyti
megi víkja frá hinmn eldri frumvörpum, þó að fundurinn krefjist
afdráttarlaust, að haldið sé grundvelli þeirra. Ekki verður um það
sagt, að hvaða leyti Þingvallafundarmenn hafi hugsað sér að víkja
mætti frá hinum eldri frumvörpum. Þó má staðhæfa, að um valda-
stöðu Alþingis gagnvart fyrirhugaðri landsstjórn hafi þeir staðið
miklu nær frumvarpi neðri deildar 1887 en stjórnarskipunarlögum
þinganna 1885 og 1886. Ræða Skúla Thoroddsens á kjörfundi til
Þingvallafundar, sem haldinn var á ísafirði 29. júlí 1888 eins og
fyrr segir, sýnir, að hann hefur sízt viljað ganga skemmra í lýð-