Skírnir - 01.01.1971, Page 95
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
93
Norðurljósið flytur fréttir af Þingvallafundinum 10. september
1888, í sama tölublaði og kvæði Einars Benediktssonar til þess fund-
ar birtist fyrst. Blaðið lýkur miklu lofsorði á fundinn og segir, að
umræðurnar um stjórnarskrármálið hafi sýnt, að öll kjördæmi væru
í einum anda um það að óska, að því yrði haldið áfram. Hannes
Hafstein hafi einn verið á móti. Einstöku raddir hafi haldið því
fram, þó hægt og slælega, að reynandi væri að senda konungi ávarp
út af þessu máli. Undir greinarlok segir blaðið: „Að allra þeirra
dómi, sem verið hafa á Þingvallafundum undanfarin fundaár, hefir
þetta verið hinn bezti og framkvæmdamesti Þingvallafundur, er
haldinn hefir verið.“
í septembermánuði 1888 hóf nýtt blað, Lýður, göngu sína á Ak-
ureyri undir ritstjórn þjóðskáldsins síra Matthíasar Jochumssonar.
í fyrsta tölublaði Lýðs birti ritstjórinn stutta grein um Þingvalla-
fundinn. Hún hefst á þeim ummælum, að hvernig sem sumir kunni
að dæma um fundarhald þetta, væri heimskulegt að segja, að allir,
sem fundinn sóttu, 18 alþingismenn auk hinna kjörnu fundarfull-
trúa og margra fleiri, sem sumir voru langt að komnir svo sem t. d.
„skörungurinn gamli frá Gautlöndum“ og síra Jón prófastur úr
Bjarnanesi, hefðu gert þessa för um háheyskapartímann og í harð-
æri einungis að gamni sínu. „Nei,“ segir blaðið, „áhuginn á endur-
skoðun stjórnarskrár Islands er almennur orðinn og fyrir sumum
lífsspursmál.“ Síðan er spurt, hvort muni nú málið ljóst orðið,
bæði hvað menn vilji, hvað ráðlegt sé að heimta, hvað mögulegt sé
að fá eða framkvæma, og loks, hvað betur mundi fara, ef fengizt.
Svar: „Vér ætlum nú að þessu fari fjarri.“ Tillaga fundarins í þessu
máli, sérstaklega sú ákvörðun, að hann lagði áherzluna einungis á
grundvöll frumvarpa hinna síðustu þinga, líkar blaðinu vel „úr því,
sem komið er“. Aðrar tillögur fundarins kveðst blaðið fáar sam-
þykkja óskorað nema að stofna skólana, landsskólann og sjó-
mannaskólann og um kvenfrelsi og alla menntun. Hefur blaðið sitt
hvað að athuga við ýmsar ályktanir fundarins, t. d. um búsetu fasta-
kaupmanna. Segir meðal annars að tillagan um að rétta við fjár-
hag landssjóðs sé svona og svona, meðan sumir fjórðungar landsins
hálfsvelti eftir harðærið, peningaþrot píni landið og landssjóðurinn
einn eigi fé í sjóði. „Eða,“ segir blaðið, „ætli það væri nú óheyri-
legt að leggja það til, að landssjóður eða ráðamenn hans taki held-