Skírnir - 01.01.1971, Síða 97
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
95
þingi. Þegar þessa sé gætt, þá sýnist öll rekistefnan í þessu máli þýð-
ingarlítil, og hið sama sé um Þingvallafundina ár eftir ár. Meira að
segja væri nærri því ástæða til að ætla, að þeir fundir væru „stofn-
aðir eins vel til að útvega einstökum mönnum miösumars lystitúr
upp á almennings kostnað eins og til að fá álit alþýðu á þessu eða
hinu atriöinu í stjórnarskrármálinu“. Hvað sem segja má um skoð-
anir blaðsins á Þingvallafundunum skal þess getiö, að þetta er tekið
úr framhaldsgrein um íslenzk þjóðmál, sem birtist í 16.-18. tölu-
blaði þriðja árgangs Heimskringlu, og er þar margt sagt skyn-
samlegt.
Dönsk hlöð frá þeim árum, sem hér koma til greina, eru mér
ekki tiltæk, og verð ég því að styðjast við það, sem blöð hér á landi
hafa eftir þeim. Hægriblöðin, Nationaltidende og Dagblaðið, höfðu
hér fréttaritara, og flytur Þjóðólfur 28. des. 1888, auðvitað í þýð-
ingu, ágrip af bréfi frá fréttaritara Dagblaðsins, sem birtist í þvi
blaði 2. október. Þar segir meðal annars, að stj órnarskrárbreyting
sú, sem Þingvallafundurinn fór fram á, sé engan veginn einlæg ósk
hinnar íslenzku þjóðar. Hún finni engan veginn, að gildandi stjórn-
arskrá leggi á hana nokkurt ok, nokkra minnstu hindrun, sem sé því
til fyrirstööu, að allir og sérhver geti óhindrað starfaÖ að framför-
um landsins. Fréttaritarinn segir enn fremur, að íslendingar séu
mjög gefnir fyrir bóka og blaða lestur, og þegar nálega í öllum
blöðum þeirra, einkum Þjóðólfi og Þjóðviljanum, sé nálega í hverju
tölublaði brýnt fyrir mönnum, hversu óhafandi stj órnarskráin sé
og stjórninni við hvert tækifæri gefið olnbogaskot, þá sé það ekki
undarlegt, þótt þjóðin leiðist í villu, einkum þar eð hinn flokkurinn
hafi ekkert blað, sem standi á móti þessum æsingum.
Dagblaðið flytur 4. janúar 1889 yfirlitsgrein um ársviðburðina
1888, auðvitað ritstj órnargrein, og er þar kafli um lönd þau, er
Danir kölluðu hjálendur sínar. Hann er þýddur í Fjallkonunni 20.
marz 1889 og að nokkurum hluta í Þjóðólfi 22. febrúar. Þar er
minnzt á Þingvallafundinn og sagt meðal annars (þýðing Fjallkon-
unnar): „Hjá allmörgum, sem þar héldu ræður, kom fram þess
konar oröalag gegn Dönum, að ef ætlanda væri, að þeir hefðu talað
í nafni almennings á Islandi, þá væri gott tilefni fyrir oss Dani til
að íhuga, hvort ekki væri réttast að láta ísland eiga sig sjálft. Vér
höfum ekki annað en kostnað af eynni, og oss stendur það á mjög