Skírnir - 01.01.1971, Side 98
96
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
litlu, að henni verði haldið undir krúnu Danaveldis. Hugmynd sú,
að Island yrði lýðríki með stjórnarskrá, sem þá mætti hafa svo
svæsna (þýðing Þjóðólfs: ofsa frjálslega) sem menn framast vildu,
mundi ekki hafa neitt það í för með sér, sem oss gæti risið hugur
við.“ Eklci hef ég orðið þess var, að blöð hér á landi hefðu neitt um
Þingvallafundinn eftir öðrum hægriblöðum en Dagblaðinu. Eins og
fyrr segir hafði „Nationaltidende“ hér einnig fréttaritara, og má
telja víst, að hann hafi skrifað blaðinu um Þingvallafundinn, en
þess mun ekki hafa verið getið í íslenzkum blöðum. Ekki veit ég,
hverjir voru fréttaritarar þessara dönsku blaða 1888, en 5. október
þess árs segir Þjóðólfur, að fréttaritari Dagblaðsins sé einn eða
tveir af embættismönnum í Reykjavik. Isafold 1. des. 1887 hefur
það eftir danska blaðinu „Politiken“, að fréttaritari Dagblaðsins
sé dr. Jónas Jónassen og Nationaltíðindanna biskupinn, Pétur
Pétursson. En þeir munu báðir hafa hætt um áramótin 1887-88.
Ummæla vinstriblaðanna dönsku um Þingvallafundinn er ekki
getið í hlöðum hér nema í Norðurljósinu 8. október 1888. Þar er
frá því skýrt, að Kvöldblaðið danska („Aftenbladet“ í Kaupmanna-
höfn), sem var fyrsta síðdegisblað vinstrimanna í Danmörku, hafi
minnzt á fundinn með sömu óhlutdrægni og velvild til íslendinga
sem ritstjóri þess, H. P. Korsgaard, hafi sýnt bæði í því blaði og
fyrr, meðan hann var ritstjóri annars blaðs. Hann hafi framar flest-
um dönskum mönnum kynnt sér stjórnmál vor og dæmi því ekki
um stjórnarbótarkröfur vorar eftir ósönnum og illviljuðum frétta-
bréfum héðan eða eftir vilja hægrimanna í Danmörku, eins og sumir
aðrir Danir hafi gert, heldur eftir eigin þekkingu. Hann viðurkenni
skýrt og skorinort rétt vorn til sjálfstjórnar og þörf vora fyrir inn-
lenda stjórn með nægri þekkingu á málum vorum og högum.1
I bréfi eða ávarpi „Þjóðliðs íslendinga“ til Þingvallafundarins,
sem birt er ágrip af hér að framan, var það meginatriði, að efnt
yrði til sem víðtækastra samtaka með öllum þeim, er vildu vinna
að aukinni sjálfstjórn landsins. Um ávarpið urðu ekki formlegar
umræður á fundinum, enda var ekki til þess ætlazt. En líkur eru til
að alþingismenn og fulltrúar hafi ekki farið burt af Þingvelli án
þess að ræða sín á milli efni ávarpsins. Þjóðviljinn 6. september
segir í lok frétta frá Þingvallafundinum: „Gengu síðan (eftir fund-