Skírnir - 01.01.1971, Side 99
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
97
arslit) flestir fulltrúar, alþingismenn og nokkrir aörir til Lögbergs
til þess að ráða ráðum sínum.“ Það er mjög sennileg tilgáta hjá
Odd Didriksen (Saga 1968, bls. 16) að þar hafi verið ráðgazt um
flokksstofnun. Til þess benda einnig orð Þjóðólfs 24. ágúst í frétt-
um af Þingvallafundinum, þar sem sagt er frá ávarpi Þjóðliðsins:
„Gerðu menn góðan róm að því, en eigi var þó neitt gert í þessu
efni á sjálfum fundinum.“ Skúli Thoroddsen hvatti mjög til stofn-
unar stjórnmálaflokks meðal alþingismanna, sem fylgdu endurskoð-
un stj órnarskrárinnar. Þjóðviljinn flytur 14. marz 1889 grein með
fyrirsögn „Höfuðlaus her“, þar sem það er talið mikið mein, að
enginn sé viðurkenndur foringi öðrum fremur síðan Jóns Sigurðs-
sonar missti við. Afleiðingin væri, að saga Alþingis „þessi árin“
væri svo að segja saman hangandi keðja af axarsköftum, þar sem
hver höndin væri upp á móti annarri og úrslitunum einatt teflt í
hendur hinna konungkj örnu. Því krefst blaðið þess, að þingmenn
frjálslynda flokksins geri þegar á næsta þingi „enda á annarri eins
orustuaðferð“, myndi flokk sér, fylgist fast að og kjósi 3-5 menn,
er forustuna hafi milli þinga sérstaklega. Sömu skoðun hélt Skúli
fast fram á pólitískum fundi, sem þingmenn Isfirðinga héldu á Isa-
firði 5. apríl 1889 og sagt er frá í Þjóðviljanum 13. s. m. Þingmenn-
irnir lýstu báðir yfir því, að þeir væru málinu hlynntir, en síra
Sigurður Stefánsson sagði, að í þessum efnum væri við ramman
reip að draga. Tilraimir hefðu gerðar verið eigi fáar á síðasta
þingi, og um fjárlögin hefði samhald meirihlutans í neðri deild
verið ótvírætt. Mestu spillti, að enginn hefði það traust, að hann
gæti tekið forustuna öðrum fremur, en úr þessu mætti að vísu bæta
með flokksstj órn.
Þessar umræður beinast einungis að stofnun þingflokks. Eg hef
ekki orðið þess var, að rætt væri um skipulögð þjóðmálasamtök
meðal almennings, en á það efni er lögð mikil áherzla í ávarpi Þjóð-
liðsins. Þess konar félagsskapur var ekki til í landinu nema Þjóð-
liðið sjálft, og mun ávarp þess til Þingvallafundarins 1888 vera síð-
asta röddin, sem það lét frá sér heyra.
Fyrst framan af sýndi Fjallkonan ekki mikinn áhuga á stjórnar-
skrármálinu, en 1889 tók hún að halda fram fullum skilnaði Islands
frá Danmörku. Fyrst var að því máli vikið í blaðinu 19. nóv. 1887
7