Skírnir - 01.01.1971, Page 101
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
99
Fjallkonunnar, Valdimar Ásmundssyni. í fimmta kafla greinar, sem
Jón kallar Opið bréf til kjósenda sinna, Fjallk. 10. okt. 1889, talar
hann um undirtektir þær, sem ávarp þetta fékk. Er auðsætt af orð-
um hans, að tilgangurinn hefur verið að senda það í allar sýslur
iandsins, en hann segir að ávörpin hafi átt örðugt með að komast
út um landið. I sumum sýslum hafi þau aldrei sézt og í aðrar hafi
þau þá fyrst komið, er þau voru tví- eða þrísend þangað. Kennir
hann þetta Benedikts sinnum og Þjóðviljans, sem „réru gegn
ávörpunum,“ segir Jón. Þó segir hann, að talsvert af þeim hafi
komið til sín með undirskriftum, langfjölmennast úr Múlasýslum og
Þingeyj arsýslum, tiltölulega mest úr Suður-Múlasýslu, sem var kjör-
dæmi Jóns. Hann telur einkennilegast, að ekki svo fáir danskir
menn hér búsettir hafi ritað undir ávörpin. Ekki greinir Jón, hve
margir urðu alls til að skrifa undir þau, og ekki þekki ég neinar
heimildir um það.
Svo ótímabær sem skilnaðarstefna var á því herrans ári 1889,
hleypti hún þó nokkuru fjöri í blaðaskrif um sjálfstæðismálið fyrri
hluta þess árs eða fram undir Alþingi.
Isafold flytur í þrem tölublöðum, 20., 24. og 27. apríl grein á
móti skilnaði, en tilefni þeirrar greinar var skilnaðarávarpið, sem
nú var getið. Um það ávarp segir ísafold, að enga hugrekki þurfi til
að leggja af stað með annað eins, en til þess þurfi megnasta hugs-
unarleysi „af því, að það er óvinafagnaður,“ segir blaðið, „að láta
jafn óhyggilegt bragð, aðra eins flasfengni, um sig spyrjast“. Jón
Ólafsson fór í Fjallkonugrein lítilsvirðingarorðum um vernd Dana,
en um þetta segir Isafold m. a.: „Því verður nú ekki neitað, að þessi
vernd, er vér njótum fyrir það, að vér stöndum í skjóli Danmerkur-
ríkis, er engan veginn þýðingarlaus, auk þess sem það er stórum
betra en ekki neitt, að Danastjórn hefir hér herskip á sumrum til
landgæzlu.“ Blaðið sagði, að sjálfir værum vér alls ófærir til að
bera liönd fyrir höfuð oss, ef ójöfnuði væri við oss beitt, og mundi
það skjótt á sannast, „ef vér hefðum alls engan til að reka réttar
vors utan sjálfa oss“. Fásinna væri að treysta á það, að oss mundi
standa slík vernd til boða eftir á, „eftir að vér værum búnir að
sleppa oss út á djúpið“. Ekki væri rennt alveg blint í sjóinn, ef vér
ættum fyrirfram vísa vernd einhvers ríkis, voldugs eða óvoldugs.
En þeir skilmálar gætu fylgt hinni nýju ríkisvernd, að vér legðum