Skírnir - 01.01.1971, Page 103
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
101
skyldi fylgja í stjórnarskrármálinu, og sýndi sá fundur, að skiln-
aðarhugmyndin hefði alls ekki vakað fyrir þjóðinni. Hún hafi
ekki heimtað og heimti ekki annað en þannig lagað samband við
danska ríkið, að vér gætum notið krafta vorra til að efla auðsæld
og velgengni ættjarðar vorrar. Alls ekki væri útséð um, að þetta
gæti fengizt. Það væri þá fyrst, er séð væri, að danska stj órnin vildi
ekki unna oss réttar, að vér hlytum „að breyta stefnunni og hefja
hina löngu baráttu fyrir algjörðum skilnaði Islands og Danmerkur“.
Á meðan eigi sé vonlaust um, að sanngirni og réttur sigri þverhöfða-
skap og rangsleitni, telur blaðið hyggilegra að aðhyllast hið
minna en leggj a út í alveg nýj a baráttu, sem að öllum líkindum tæki
lengri tíma. Líka sé það athugandi, að ef slík hernaðaraðferð ætti
að verða til annars en ills eins, þá yrðu ekki aðeins einstakir menn,
heldur allur fjöldi alþýðu að aðhyllast hana.
Loks skal getið ummæla Lýðs. Hann flytur 20. febr. 1889 grein
með fyrirsögn „Þrjár sólir á lofti“. Sólirnar þrjár munu vera Fjall-
konan, hinn ameríski kristindómsandstæðingur Robert Ingersoll
og Jón Ólafsson. Fjallkonan hafði flutt í þýðingu fyrirlestur eftir
Ingersoll. Síðast í grein Lýðs er minnst á skilnaðarstefnu Jóns með
svofelldum orðum: „Orðtak J. Ól. er þetta: Hér eftir þjóðveldi á
íslandi! - eflaust það hreinskilnasta og einorðasta orð, sem síðast
liðin 14 ár hafa sögð verið í pólitík á Islandi, þótt einungis gjöri
illt verra.“ Ekki færði Jón Ólafsson þetta til betri vegar fyrir þjóð-
skáldinu, ritstjóra Lýðs.
Fjallkonan stóð uppi ein blaða með skilnaðarstefnu. Síðustu
grein sína um það málefni flutti hún 20. júní, tæplega hálfum mán-
uði fyrir Alþingi. Með þeirri grein féll skilnaðarmálið niður að
sinni. Enda mun þá hafa verið farið að hilla undir hina svonefndu
miðlun, sem þingið 1889 er frægast fyrir. I Opnu bréfi til kjósenda
sinna, sem fyrr er getið, gerir Jón Ólafsson þá grein fyrir því, að
skilnaðarávörpin voru ekki lögð fram á Alþingi, að nú hafi þeir
konungkjörnu tekið öðruvísi í stj órnarskrármálið en að undan-
förnu, og á hann þar auðvitað við miðlunina, sem helmingur kon-
ungkjörinna þingmanna hné til fylgis við og Jón fylgdi fast.
Naumast þarf að taka það fram, að orð Dagblaðsins um að bjóða
Islendingum skilnað hefur enginn maður hér á landi tekið alvar-
lega, þó að Fjallkonan og Þjóðviljinn noti þau til að storka Dönum