Skírnir - 01.01.1971, Side 105
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
103
blöð fylgdu stefnu Þingvallafundarins, en í tveim þeirra komu að-
sendar greinar, sem ritaðar voru gegn henni. Meistari Eiríkur
Magnússon í Cambridge birti í Fjallkonunni 28. maí og 13. júní
grein með fyrirsögn „Búfesta kaupmanna - Innlend verzlun“. Hann
telur ályktun Þingvallafundarins byggða á alþýðutrú, sem sé hjá-
trú ein, og þó sé sá galli hvað alvarlegastur við uppástungu hans,
að hún sé „alveg þýðingarlaus fyrir tilganginn“. „Hið fyrsta skil-
yrði fyrir því, að verzlun lands geti nokkurn tíma orðið innlend,“
segir Eiríkur, „er það, að banki með innleysanlegum seðlum sé
í landinu.“ Hann eggjar Islendinga lögeggjan að breyta Lands-
bankanum sem allra fyrst þannig, að seðlar hans verði innleysan-
legir.2
Þjóðviljinn flytur 12. og 19. janúar grein undirritaða S. E. á
móti ályktun Þingvallafundarins um búsetu fastakaupmanna og
greinum blaða, m. a. Þjóðviljans, með sömu stefnu. S.E. kveðst ekki
geta verið því samdóma, að heppilegt sé að binda kaupmenn hér
nokkrum heimilisskilyrðum, meðan samgöngur séu svo strjálar.
Oðru máli gæti verið að gegna, ef eitthvað lagaðist til með þær, vér
fengjum síma (sem hann kallar fréttaþráð) hingað til lands og
fjárhagur vor blómgaðist. Þó að Þjóðviljinn léði þessari grein rúm,
er henni svarað með harðorðri ritstjórnargrein í þrem tölublöðum
hans, 9. og 28. febrúar og 14. marz.
Kvenfrelsismálið er ekki rætt í neinu blaði nema Þj óðvilj anum,
og er ekki heldur þar mikið ritað um það mál. „Vestfirzk kona“
ritar í Þjóðviljann 24. apríl og ámælir blöðunum fyrir það, að
þau láti sér „kvenfrelsismálið að mestu óviðkomandi“. Hún gerir
það að tillögu sinni, „að sem flestar konur skrifi áskoranir til
sinna þingmanna um að fylgja sem fastast fram á Alþingi jafn-
réttiskröfum kvenna, mæti síðan sjálfar eða láti sína umboðsmenn
mæta á þingmálafundum til þess þar að tala máli sínu“. í sama
streng tekur Þjóðviljinn í ritstjórnargrein 31. maí. Hann hvetur kon-
ur til að mynda með sér félög til að auka og tryggja réttindi sín.
Blöðin ræða ekki beinlínis afnám amtmannaembættanna, en
hins vegar er nokkuð ritað um lækkun á launum þeirra embættis-
manna, sem hæst voru launaðir, nema landshöfðingja, og í þeirra
tölu voru amtmennirnir. Þetta mál er einkum rætt í Þjóðólfi. Hann
hélt því fram, að engin laun nema landshöfðingja eins ættu að