Skírnir - 01.01.1971, Side 107
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
105
Að öðru leyti ræða blöðin ekki mikið um strandferðirnar. Þó
vekur Fjallkonan 8. febrúar máls á því, að íslendingar ættu sjálfir
að annast samgöngur kringum landið. Hún segir, að sífellt heyrist
kvartanir um misferli af hálfu strandferðaskipanna dönsku. Að-
búnaður á þeim sé næsta lélegur. Litlu betra sé að fást við skip
Slimons, sem var skozkur sauðakaupmaður, og einkum hafi ferð-
ir þeirra og áætlanir reynzt mjög óáreiðanlegar. Telur blaðið, að Is-
lendingar ættu sjálfir að eignast gufuskip til strandferðanna, og
væri það sjálfsagt næst, að kaupmenn gengjust fyrir stofnun hluta-
félags í þeim tilgangi. Þjóðviljinn 3. maí minnir á ályktun Þing-
vallafundarins um að halda ekki áfram samningum við Sameinaða
gufuskipafélagið. Segir blaðið, að félagið hafi hvað eftir annað
ekki farið eftir ferðaáætlunum, sem Alþingi hafi samið. Að halda
áfram samningum við félagið væri því í raun og veru hið sama
sem að Alþingi afsalaði sér öllum afskiptum af strandferðunum.
Þjóðviljinn segir, að ef þingið hyrfi að því ráði, er hann telur
uppástungu Þingvallafundarins, að láta 40-50 tonna gufubáta ganga
með ströndum fram, sem annað tveggja væru keyptir eða leigðir
fyrir landssjóð, mundi þingið geta hagað ferðunum eftir þörfum
landsins og látið þá koma á miklu fleiri staði en strandferðaskipin
hefðu fengizt til að fara á.
Þjóðviljinn flytur grein um lagaskólamálið 26. nóv. 1888 og segir,
að danska stjórnin hafi fimmtán sinnum synjað oss um lagaskóla.
Minnir á ályktun Þingvallafundarins og telur varla vafa á því, að
málið nái fram að ganga á Alþingi, en býst við, að stjórnin hafi
sömu svör og áður. Leggur Þjóðviljinn til að veitt verði þing eftir
þing á fjárlögum fé einhverjum tilteknum mönnum, er skyldu byrja
kennslu í íslenzkum lögum með nýári 1890. Með þessu móti mundi
þingið sýna, að því væri alvara. Og þó að stjórnin viðurkenndi
ekki slíka kennslu, kvaðst Þjóðviljinn hafa gaman af að sjá, hvað
lengi „þeir vinirnir, Nellemann og Magnús,“ gætu varið það fyrir
sjálfum sér að veita lögfræðisembættin þeim, sem ekkert hefðu
lært í íslenzkum lögum, en setja hina hjá, er lagt hefðu stund á
lögfræði íslands. Ekki er mér kunnugt um, að þessi uppástunga
Þjóðviljans hafi fengið neinar imdirtektir.
Að öðru leyti er hljótt um lagaskólamálið, þar til tekið var að
hreyfa því á þingmálafundum vorið 1889.