Skírnir - 01.01.1971, Page 108
106
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
í tollmálum fylgja öll blöð nema Lýður stefnu Þingvallafund-
arins. Isafold gerir glögga grein þeirrar stefnu í ritstjórnargreinum
2. febrúar og 15. maí. Blaðið segir, að ráðið til að bæta hag lands-
sjóðs sé að hækka nokkuð þá tolla, er fyrir væru, sem sé á vínföng-
um og tóbaksvörum, og bæta við tollum á kaffi og sykri. Kaffið sé
einkar hentugur álögustofn vegna þess, að neyðarlaust sé að minnka
það við sig sem því svari, er tollgj aldinu nemi, og svo hafi það líka
þann kost, að það sé hin algengasta munaðarvara landsbúa. Ekki
sé hætt við, að kaffidrykkja leggist neinstaðar niður fyrir toílinn.
Hann yrði aldrei hafður svo hár. Hins vegar telur ísafold, að ef
menn vilji komast hjá kostnaðarsamri tollstjórn, verði að hafa
hinar tollskyldu vörur svo fáar sem hægt sé, tolla þær, sem mest
muni um, en það séu þær, sem almenningur noti í miklum mæli.
Lítill búhnykkur væri að elta með tollum mjög fágætar vörur,
sem sárlítið drægi um toll af, eins og t. d. að leggja útflutnings-
toll á dún. Líkt mætti segja um óáfenga drykki, sem sumir vildu
tolla. Af þeim flytjist til landsins 6-7 þúsund króna virði, og mundi
tollurinn af þeim þá verða nokkur hundruð krónur. Utlenda álna-
vöru væri frágangssök að tolla nema komið yrði á sérstakri toll-
stjórn. Einkum þess vegna hafi uppástungan um slíkan toll fengið
miklu minni byr á Þingvallafundinum en hinar tollauppástungurnar
þar. Mikið af álnavöru kæmi hingað frá Englandi, og fylgdu henni
engir sundurliðaðir vörulistar nema reikningar kaupmanna sjálfra.
Þær greinar ísafoldar, sem nú var getið, eru báðar ritaðar til
andmæla gegn greinum, sem ritstjórinn hafði léð rúm í hlaðinu,
en var ekki samþykkur. Fyrri ritstj órnargreininni er beint gegn
Jóni Ólafssyni, en hann hafði í samræmi við bænarskrá til Alþingis
1889, sem templarar sendu út um land til undirskrifta, haldið
fram algjöru aðflutningsbanni gegn áfengum drykkjum og afnámi
vínfangatolls. Hann vildi sérstaklega afla landssjóði tekna með því
að leggja tolla á útflutningsvörur landsmanna. Ritstj órnargreinin
15. maí, sem er lengri og ýtarlegri en hin fyrri, er andmæli gegn
grein, sem birtist í sama tölublaði undirskrifuð „Jöklari“. Höfund-
ur þeirrar greinar er eindreginn á móti kaffitolli. Hann heldur því
fram, að kaffi sé nauðsynjavara og bráðnauðsynlegt t. d. vestra, þar
sem kaupstaðir séu oftast matvörulausir frá veturnóttum til vordaga,
svo að mestmegnis og sumstaðar eingöngu sé lifað á sjóföngum.