Skírnir - 01.01.1971, Side 110
108
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
og birt var í ísafold 5. júní. Samkvæmt því frumvarpi átti að lög-
leiða almenna fræðsluskyldu barna til 14 ára aldurs, og skyldi
fræðslan veitt með umgangskennslu, þar sem ekki væru fastir skól-
ar. Ætlazt var til þess, að landssjóður styrkti bæði fasta skóla og
umgangskennslu. Að öðru leyti áttu sveita- og bæjarfélög að kosta
kennsluna, og skyldu umgangskennarar hafa jafnhá laun og kenn-
arar fastra skóla. Prestar áttu að hafa umsjón með barnafræðslu. —
Blöðin mega heita fátöluð um þetta frumvarp, en hvergi er því and-
mælt í blöðum. Isafold fylgir frumvarpinu, en að vísu eru flestar
greinar, sem hún flytur um skólamál, aðsendar. Lýður lýsti fullri
samúð með frumvarpi kennarafélagsins þegar er það var birt.
Deilt var um þá tillögu Þingvallafundarins að leggja niður
Möðruvallaskólann. Þjóðólfur er eina blaðið, sem beinlínis fylgir
þeirri tillögu. Akureyrarblöðin eru á móti henni og eins allir Norð-
lingar, sem um þetta mál rita, en sumir þeirra vilja flytja skólann
til Akureyrar.
Þjóðviljinn flutti 9. febrúar 1889 grein um sj ómannaskóla, og
taldi, að varla mætti minna nægja en þrír slíkir skólar, einn í
Reykjavík, annar á ísafirði og sá þriðji fyrir norðan eða austan.
Fyrir Alþingi 1889 voru haldnir þingmálafundir í öllum kjör-
dæmum landsins nema Reykjavík og Austur-Skaftafellssýslu. Þjóð-
ólfur tekur til þess, að ekki var haldinn þingmálafundur í höfuð-
staðnum sjálfum eins og blaðið kemst að orði. Enda virðist þetta
bera vott um lítinn þj óðmálaáhuga bæj arbúa.
Um flesta þá fundi, sem hér um ræðir, eru fréttir í blöðum, og
í skjalasafni Alþingis eru frumheimildir (fundaskýslur) um alla
þingmálafundi, sem haldnir voru vorið 1889 nema fundina í ísa-
fjarðarsýslu og Suður-Múlasýslu. í flestum kjördæmum var
haldinn einn þingmálafundur fyrir kjördæmið allt, en sumstaðar
voru haldnir fleiri en einn fundur í kjördæmi. Þingmaður Barð-
strendinga hélt tvo þingmálafundi, annan á Vatneyri fyrir vestur-
sýsluna, hinn að Brjánslæk á Barðaströnd fyrir austursýsluna.
Þingmenn ísfirðinga héldu tvo þingmálafundi, annan á ísafirði
fyrir norðursýsluna og ísafjarðarkaupstað, hinn á Núpi í Dýra-
firði fyrir vestursýsluna. í Strandasýslu voru þingmálafundir
einnig haldnir tveir, annar á Broddanesi fyrir fjóra hreppa sýsl-