Skírnir - 01.01.1971, Síða 111
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
109
unnar, en hinn fyrir Bæjarhrepp. Þingmaður Norður-Þingeyinga
hélt sex þingmálafundi með kjósendum sínum, í fjórum af fimm
hreppum sýslunnar einn í hverjum og tvo fundi í Presthólahreppi.
Þetta mæltist vel fyrir. Þingmaður Vestur-Skaftfellinga hélt tvo
þingmálafundi, annan að Flögu í Skaftártungu fyrir sveitirnar
milli sanda og hinn í Loftsalahelli fyrir Mýrdæli. Þingmálafundirnir
voru almennir kj ósendafundir alls staðar nema í Dalasýslu og Snæ-
fellssness- og Hnappadalssýslu. Þingmálafundur Dalamanna var
samkvæmt fundarskýrslunni í skjalasafni Alþingis fulltrúafundur
og á hann kosnir 2-4 menn úr hverjum hreppi sýslunnar. Á fundi
í Ólafsvík var svo ráð fyrir gert, að Ólafsvíkingar kysu mann á
þingmálafund kjördæmisins, sem haldinn skyldi í Stykkishólmi
og nefndur var Þórsnesfundur. Af þessu má ráða, að þar hafi verið
fulltrúafundur eins og í Dalasýslu.
I öllum kjördæmum var stj órnarskrármálið rætt á þingmála-
fundum, en ekki á öllum fundum, þar sem fleiri voru haldnir en einn
í kjördæmi. í ályktunum sínmn vísuðu þingmálafundir í Snæfells-
ness- og Hnappadalssýslu, Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og
Norður-Múlasýslu til frumvarps neðri deildar Alþingis 1887. Til
ályktunar Þingvallafundarins vísuðu Dýrafjarðarfundurinn í Isa-
fjarðarsýslu, báðir þingmálafundirnir í Strandasýslu, þingmála-
fundir Eyjafjarðarsýslu og Suður-Múlasýslu og Flögufundurinn í
Vestur-Skaftafellssýslu, en á fundinum í Loftsalahelli var stjórnar-
skrármálið ekki rætt. Þingmálafundurinn á ísafirði vænti þess, að
Alþingi héldi stj órnarskrármálinu fast og örugglega fram og sinnti
eigi tilboði um sérstakan ráðherra, þó að fram kynni að koma frá
stj órnarinnar hálfu. Hér er auðvitað átt við ráðherra búsettan í
Kaupmannahöfn. Engum gat til hugar komið, að danska hægri-
mannastjórnin byði meira. Raunar veit ég ekki, hvaða ástæðu ís-
firðingar hafa haft til að húast við þó svo góðu boði frá henni
þá, en liklega hefur einhver orðrómur verið uppi um það, að slíks
mundi mega vænta, sbr. greinina „Stein fyrir brauð“ í Þjóðólfi
24. maí 1889. Þingmálafundur Mýramanna samþykkti, „að stjórn-
arskrármálinu yrði haldið áfram í líka stefnu og áður“. Á þing-
málafundi Dalamanna voru allir fundarmenn eindregið á því, að
Alþingi héldi málinu áfram „í sömu stefnu og á síðustu Alþingum“.
Þessu samhljóða voru ályktanir þingmálafunda í Rangárvallasýslu