Skírnir - 01.01.1971, Page 114
112
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
málafundur Gullbringu- og Kjósarsýslu tók öðruvísi í þetta mál en
aðrir fundir, þar sem það á annað borð var orðað. Hann samþykkti
svo hljóðandi tillögu, að fundurinn vildi ekki ræða málið að sinni.
- Ekki er þess getið, að tun búsetu fastakaupmanna væri rætt á
fleiri þingmálafundum en nú voru nefndir.
Um kvenfrelsismálið er svo að sjá sem það hafi ekki komið til
umræðu á þingmálafundum nema í Þingeyj arsýslum, en þar hlaut
það fylgi. Þingmálafundur Suður-Þingeyinga gerði um það mál
ýtarlega samþykkt, sem að mestu er samhljóða ályktun Þingvalla-
fundarins, en gengur að einu leyti lengra. Suður-Þingeyingar skora
á Alþingi „að veita með lögum konum þeim, er taka embættispróf,
öll hin sömu réttindi og körlum, er sömu próf taka“. Norður-Þing-
eyingar ganga enn lengra og skora á Alþingi að veita konum fullt
jafnrétti við karla. Þó lætur einn af þingmálafundum þeirra sér
nægja að krefjast konum til handa meiri réttinda en þær höfðu,
einkanlega um fjárráð.
Aðeins fáeinir þingmálafundir skoruðu beinlínis á Alþingi að
leggja niður amtmannaembættin, en sumir fundir kröfðust afnáms
óþarfra embætta, sem þeir töldu vera, án þess að nefna amtmanna-
embættin sérstaklega. Svo var um Vatneyrarfund Barðstrendinga,
einn af þingmálafundum Norður-Þingeyinga og þingmálafund Ár-
nesinga. Á þingmálafundi Rangæinga voru amtmannaembættin til
umræðu, og „fundurinn áleit“, segir í fundarskýrslunni, „að bæði
þau embætti og önnur óþörf ætti að leggja niður“. Tveir af þing-
málafundum Norður-Þingeyinga og þingmálafundur Norðmýlinga
nefndu amtmannaembættin og sýslanir umboðsmanna í tillögum
sínum um afnám óþarfra embætta og sýslana. Þingmálafundur Suð-
ur-Þingeyinga skoraði á Alþingi að semja lög um afnám amtmanna-
embættanna, en nefndi ekki afnám fleiri embætta í samþykkt sinni.
- Þess má geta, að tillögur um að afnema sýslanir umboðsmanna
komu ekki fram á þingmálafundum nema hjá Norður-Þingeyingum
og Norðmýlingum.
Tillaga Þingvallafundar um að koma á fót fjórðungsráðum mun
ekki hafa verið rædd á þingmálafundum. En þingmálafundir beggja
Múlasýslna fóru fram á sérstakt amtsráð fyrir Austfirðingafjórðung.
Gufuskipsferðamálið eða samgöngumálið var rætt á þingmála-
fundum flestra kjördæma, þó ekki á þingmálafundum Mýramanna,