Skírnir - 01.01.1971, Page 118
116
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
á auknum tekjum og töldu óhj ákvæmilegt að jafna tekjuhalla hans.
Þingmálafundir Skagfirðinga og Gullbringu- og Kjósarsýslu töldu
ekki nóg að jafna þann tekjuhalla, sem þá átti sér stað, svo að tekj-
ur og gjöld stæðust á, heldur þyrfti að auka svo tekjur landssjóðs,
að hann hefði fé afgangs til nauðsynlegra framkvæmda. Þingmála-
fundur Eyfirðinga lagði til, að því aðeins yrðu auknir tollar og
þeim fjölgað, að þingið verði talsverðu fé meiru en verið hefði til
þess að efla atvinnuvegi, samgöngur og iðnað landsins. Yrði þess-
um skilyrðum fullnægt, voru Eyfirðingar ekki ófúsari en aðrir að
auka tolla. Grímur Thomsen sagði á þingmálafundi Borgfirðinga,
að gera yrði við eigi aðeins þeim útgjöldum, sem þá væru, heldur
og mörgum nýjum. Framför landsins yrði að leiða af sér aukin
gjöld. Hér þyrfti svo margt að bæta, búnað, samgöngur á sjó og
landi, vegi og viðhald þeirra. A móti öllum tollahækkunum og nýj-
um tollum lagðist aðeins einn af þingmálafundum Norður-Þingey-
inga, og annar þingmálafundur þeirra var sá eini á landinu, sem alls
ekki ræddi tollmál.
Þingmálafundir voru sammála um það, að afla skyldi landssjóði
tekna með óbeinum sköttum, tollum af innfluttum óhófs- og munað-
arvörum eða vörum, sem menn töldu ónauðsynlegt að flytja til
landsins og vildu jafnvel hefta innflutning á. Sumir þingmálafundir
gerðu einnig tillögur um að auka tolla á útflutningsvörum lands-
manna, jafnvel til mikilla muna. Beina skatta til landssjóðs vildu
menn heldur minnka en auka.
Flestir þingmálafundir gerðu meira eða minna sundurliðaðar
tillögur um tolla og skattamál. Svo var þó ekki um þingmálafund
Sunnmýlinga. í skýrslu um þann fund, sem Jón Ólafsson birti í ísa-
fold 26. júní, er þannig sagt frá niðurstöðu fundarins í tollmálinu,
að allir fundarmenn væru á einu máli um það, að óbeinir skattar
yrðu lagðir á munaðarvörur, en þá jafnframt, að beinu skattarnir
yrðu afnumdir sem frekast kostur væri á. - Af þessu verður ekki
séð í einstökum atriðum, hvaða munaðarvörur Sunnmýlingar vildu
tolla. Frekari tillögur samþykktu þeir ekki um tollmál.
Vínfangatollur var mjög til umræðu á þingmálafundum, og lögðu
flestir þeirra til, að hann yrði hækkaður, sumir um þriðjung eða
helming. Einkum vildu menn hækka tolla á þeim vínum, sem þóttu