Skírnir - 01.01.1971, Síða 119
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
117
„fínni“ en brennivín. Tollinn á þeim vildu Dalamenn þrefalda.
Einu þingmálafundirnir, sem beinlínis lögðu á móti hækkun vín-
fangatolls, voru þingmálafundur Vestur-Skaftfellinga í Loftsala-
helli og þingmálafundur Rangæinga. Báðir þessir fundir vildu láta
vínfangatolla standa óbreytta, og er svo komizt að orði í samþykkt
Rangæinga um tollmál, að þinginu var ráðið til „að láta vínfanga-
tollinn standa óhaggaðan og vínfangaflutning til landsins“. Hér er
verið að mótmæla takmörkunum á innflutningi vínfanga, en ekki
er þess getið, að slíkar takmarkanir kæmu til tals á þingmálafund-
um annars staðar, nema á þingmálafundi Arnesinga. Þar hefur að-
flutningsbanni á vínföngum verið hreyft, en tillaga um það var
felld með 21 atkvæði gegn tveimur. Á þingmálafundum Norður-
Þingeyinga virðast vínfangatollar eða hækkanir þeirra ekki hafa
komið til umræðu.
Þingmálafundur Skagfirðinga, sem var meðmæltur hækkun vín-
fangatolla, lætur þó í lj ósi efa um, að sú hækkun mundi verða tekj u-
auki fyrir landssjóð. Fleiri raddir heyrðust um þetta, og mun ástæð-
an vera sú, að undan farin ár hafði nokkuð dregið úr innflutningi
áfengra drykkja, en því var bindindishreyfingin talin valda. Sumir
óttuðust smygl á vínföngum, ef tollar á þeim yrðu hækkaðir, og
töldu hægara að flytja þau inn ólöglega en t. d. tóbaksvörur.
Flestir þingmálafundir lögðu til, að tollur á tóbaksvörum yrði
hækkaður, og vildu menn einkum hækka vindlatollinn. Oft nefna
þingmálafundir tóbak um leið og vínföng í samþykktum símnn um
tollmál, og virðist mönnum vera ósárara um tóbakið en áfengið, þó
að meirihlutafylgi sé með tollhækkun á hvoru tveggja. Margir þing-
málafundir vildu hækka tóbakstollinn um helming eða meira, Borg-
firðingar í 25 aura, þingmálafundur Gullbringu- og Kjósarsýslu í
50 aura. Þingmálafundir Borgfirðinga, Dalamanna og Gullbringu-
og Kjósarsýslu lögðu til, að vindlatollurinn yrði fjórfaldaður. Þing-
málafundur Vestur-Skafífellinga í Loftsalahelli lagði til, að tollur
á tóbaksvörum yrði látinn standa óbreyttur eins og á vínföngum.
Á fáeinum þingmálafundum, svo sem Flögufundi Vestur-Skaftfell-
inga og þingmálafundi Rangæinga, mun ekki hafa verið rætt um
tóbakstollana.
Á Þingvallafundinum 1888 nefndi Björn Jónsson kaffið uppá-