Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 122
120
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
að öðru leyti er á þingmálafundum rætt um tolla, sem lagðir
skyldu á í þeim tilgangi að afla landssjóði tekna.
Aðeins þingmálafundur Gullbringu- og Kjósarsýslu tjáöi sig
andvígan smj örlíkistolli. Síðast í ýtarlegri samþykkt hans um
tollmál segir orðrétt samkvæmt fundarskýrslunni: „Fundurinn
mótmælti tolli á óekta aðfluttu smjöri.“
Tveir þingmálafundir, þingmálafundur Dalamanna og Flögu-
fundur Vestur-Skaftfellinga, samþykktu tillögur um tolla á mat-
vörum öðrum en smjörlíki. Dalamenn vildu leggja toll á „niöur-
soðinn mat og ost, 10 aura á pund“. Flögufundurinn í Vestur-
Skaftafellssýslu stakk upp á að leggja toll á „óekta mjöl, 50 aura
toll minnst á hvern hálfan sekk“. Ekki veit ég, við hvers konar
mjöl er átt. - Getið skal þess, að ýmsir þingmálafundir vildu tolla
kryddvörur, og mætti vera, að sumar vörutegundir, sem þetta orð
var haft um, ættu að teljast til matvöru.
Ýmsir þingmálafundir lögðu til, að tolluö yrði innflutt álnavara
eða vefnaöarvara, en ekki komu tillögur um það frá meirihluta
þingmálafunda. Fundir, sem lögðu til að tollaðar yrðu þær vöru-
tegundir, voru þingmálafundir Mýramanna, Dalamanna, Barð-
strendinga, Skagfirðinga, Eyfirðinga, Norðmýlinga, Rangæinga
og Árnesinga, þingmálafundur Vestur-ísfirðinga á Mýrum í Dýra-
firði og Flögufundur Vestur-Skaftfellinga. Ekki sést af heimildum,
að þetta mál hafi komið til tals á fleiri þingmálafundum. Þingmála-
fundur Dalamanna stakk upp á, að tollur á allri álnavöru yrði 10%.
I samþykktum annarra funda er ekkert um hæð tollsins, en Flögu-
fundur Vestur-Skaftfellinga samþykkti í einu hljóði tillögu um
það, hvernig hann skyldi á lagður: Tollur skyldi lagður á alla
álnavöru „eftir rúmmáli hvers pakka“.
Þingmálafundir Dalamanna, Skagfirðinga, Vestur-Skaftfellinga,
Rangæinga og Árnesinga samþykktu tillögur um að leggja toll á
glysvarning. í samþykktum sumra fundanna er glysvarningur
nefndur um leið og álnavara. Dalamenn stungu upp á 20% tolli á
glysvarningi. Flögufundur Vestur-Skaftfellinga gerði sams konar til-
lögu um toll á glysvarningi og álnavöru, að hann yrði lagöur á vör-
una „eftir rúmmáli hvers pakka“. Ekki sést af heimildum, að á
fleiri þingmálafundum en nú var getið, hafi komið til tals að tolla
glysvarning.