Skírnir - 01.01.1971, Síða 123
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
121
OrðiS glysvarningur mun hafa veriS nýtt í íslenzku máli 1889,
og merking orSsins ekki föst eSa skýrt afmörkuS. Þó má telja víst,
aS þegar talaS er um glysvarning, sé átt viS hluti, sem fremur eru
til skrauts eSa viShafnar en beinlínis til gagns. í samþykkt Flögu-
fundarins, sem nú var getiS, stendur danska orSiS galanterivarer
innan sviga viS orSiS glysvarningur.
Fáeinir þingmálafundir samþykktu tillögur um ný útflutnings-
gjöld á vörur landsmanna. Þingmálafundur BorgfirSinga sam-
þykkti aS leggja tveggja króna toll á hvert útflutt hross, þó meS
því skilyrSi, aS hross yngri en fjögra vetra yrSu numin úr tíund.
Sá fundur samþykkti einnig aS leggja 50 aura toll á hvert útflutt
pund æSardúns, en uppástunga frá þingmanni kjördæmisins um
tveggja aura toll af hverju útfluttu ullarpundi féll meS jöfnum
atkvæSum. Þingmálafundur Mýramanna samþykkti aS leggja lágan
útflutningstoll á hesta, ef innflutningstollar, sem fundurinn stakk
upp á, hrykkju ekki til aS bæta úr þörfum landssjóSs. Þingmála-
fundur Vestmannaeyinga samþykkti, aS leggja mætti toll á útfluttan
varning, einkum lifandi fénaS. MeS þessu hlýtur aS vera átt viS
hross og sauSfé, því aS annar lifandi fénaSur var ekki seldur úr
landi. Ef til vill er sérstaklega átt viS sauSfé. Einn af þingmálafund-
um NorSur-Þingeyinga vildi leggja toll á alla útflutta vöru, en af-
nema þá ábúSar- og lausafjárskattinn. Þingmálafundur Gullbringu-
og Kjósarsýslu var einn þeirra funda, sem samþykktu ýtarlegastar
tillögur um tollmál. Enda var hann jafn stórhuga um framfarir
landsins í verklegum efnum, eins og hann var hægfara í sjálfstæSis-
málunum. Tillögur hans um útflutningsgjöld voru sem nú skal
greina: Leggja skyldi tveggja aura gjald á hvert útflutt pund af
ull og tólg, 75 aura gjald á hverja útflutta kind, 50 aura gjald á
hvert útflutt pund æSardúns, hækka útflutningstoll á laxi og leggja
tveggja króna gjald á hvert hross útflutt. Þegar þess er gætt, aS
sjálfsagt þótt, aS lögin frá 1881 um útflutningsgj ald á fiski og lýsi
o. fl. yrSu áfram í gildi, nema hvaS fundurinn vildi hækka toll af
laxi, verSur ekki betur séS en þessi fundur hafi svo til ætlazt, aS
tollar yrSu goldnir af öllum útflutningsvörum landsmanna. Enn
fremur var þaS ein af tillögum hans, aS lagt yrSi á farmgjald af
skipum, „sem kæmi sanngjarnara niSur á vörurnar en hiS gamla
lestagj ald“.