Skírnir - 01.01.1971, Síða 125
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
123
tíundarlöggjöfin yrði „látin standa óhögguð að svo stöddu“, en
fór hins vegar fram á, að eftir yrði gefinn „næsta fj árhagstímabil“
hálfur ábúðar- og lausafjárskattur, eins og gert hafði verið undan
farin ár.
Margir þingmálafundir, eða talsverður meirihluti þeirra, sam-
þykktu, um leið og þeir féllust á aukningu tolla, áskoranir til Al-
þingis um að fara sparlega með fé landssjóðs. Allar sparnaðar-
tillögur þeirra hnigu að lækkunum og takmörkunum á launum og
eftirlaunum embættismanna og afnámi embætta, sem talin voru
óþörf. Nefndu sumir fundir amtmannaembættin sérstaklega eins
og fyrr segir. Víða voru samþykktar tillögur um að lækka laun
þeirra embættismanna, sem hæst laun höfðu. Þingmálafundur
Eyfirðinga vitnaði í frumvarp um þetta efni, sem samþykkt var
í neðri deild Alþingis 1887, en dagaði uppi í efri deild. Samkvæmt
því frumvarpi átti að lækka laun biskups, amtmanna, háyfirdómara,
forstöðumanna prestaskólans og lærða skólans svo, að saman lagt
mundu landssjóði hafa sparazt 5-10 þúsund krónur á ári við þær
lækkanir. Samþykkt þingmálafundar Dalamanna fór í sömu átt og
samþykkt Eyfirðinga. Víða var skorað á Alþingi að veita embættis-
mönnum engar launaviðbætur, og einkanlega voru þingmálafundir
andvígir eftirlaunalögum, sem þá giltu. Margir þeirra fóru fram á
að lækka eftirlaun eða afnema þau með öllu. Þingmálafundur
Húnvetninga lagði til, að eftirlaun væru ákveðin með lögum í hvert
skipti. Þetta er sennilega svo að skilja, að eftirlaun skyldu aðeins
veitt, þegar miklir verðleikar væru til eða sérstakar ástæður væru
fyrir hendi. Sama hugsun virðist einnig ráða tillögum nokkurra ann-
arra þingmálafunda. Allir þingmálafundir, þar sem eftirlaun á ann-
að borð voru rædd, nema þingmálafundur Borgfirðinga, virðast
mótfallnir eftirlaunum fastákveðnum til embættismanna almennt.
Borgfirðingar vildu einnig lækka eftirlaim til mikilla muna. Þing-
málafundur þeirra lagði til, að samin yrðu ný eftirlaunalög, og
skyldu eftirlaun helzt ekki vera hærri en 10 krónur fyrir embættisár
hvert. Þingmaður kjördæmisins minnti á tillögu, sem hann hafði
flutt á þingi 1875 um að þvinga embættismenn til að eftirlauna
sjálfa sig með því að draga árlega tillag af launum þeirra, en tillaga
þess efnis var felld á fundinum.
Kjördæmi, þar sem sparnaðartillögum var alls ekki hreyft á