Skírnir - 01.01.1971, Side 128
126
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
inga. Vestmannaeyingar og Norður-Þingeyingar lýstu yfir samþykki
sínu við ályktun Þingvallafundarins. Suður-Þingeyingar samþykktu
einnig sömu þingmannafjölgun sem Þingvallafundurinn fór fram
á, en þeir samþykktu um leið ábendingu um, hvernig þeirri fjölgun
skyldi háttað. Uppástunga þeirra var, að bætt yrði við þingmanni
í Suður-Þingeyjarsýslu, Arnessýslu, Snæfellsnessýslu og Reykjavík,
en jafnframt skyldi gera Akureyri og ísafjörð að sérstökum ein-
menningskjördæmum. Furðuleg er uppástungan um að bæta við
þingmanni í Ámessýslu, sem var tvímenningskjördæmi. Þingmála-
fundur Rangæinga skoraði á þingið „að fylgja því fast fram að
fjölga þingmörmum (auðvitað þjóðkjörnum) í efri deild Alþingis,
en fara jafnframt varlega í þingmannafjölgun yfir höfuð“. Ekki
sést af heimildum, að þetta mál hafi verið rætt á fleiri þingmála-
fundum en nú var getið.
Þingmálafundir Snæfellinga, Dalamanna og báðir þingmála-
fundir Strandamanna samþykktu tillögur um stofnun sjómanna-
skóla. Lengst gengu Dalamenn í tillögum sínum. Þingmálafundi
þeirra „þótti ástæða til“, segir í fundarskýrslunni, „að skora á
Alþingi að leggja fram fé til gagngjörðrar sj ómannakennslu og
til að styrkja efnilegan mann til að læra að fara með gufubát og
gufubáta maskínu". Þó að furðulegt megi heita, var þetta þjóð-
þrifamál ekki rætt á þingmálafundum víðar en í þessum þrem
kjördæmum.
1 Til ritstjóra Korsgaard orti Þorsteinn Erlingsson kvæðið „Vor gamla fjarra
fósturjörð", og var það sungið í samsæti Islendinga í Kaupmannahöfn
30. júlí 1887.
2 Skoðunum Eiríks á bankamálum lýsir Stefán Einarsson í Sögu Eiríks Magn-
ússonar bls. 246-54.
3 Undirskriftin O.S.& Co. er tákn leynifélags í Þingeyjarsýslu og á að merkja
Ófeigur í Skörðum og félagar. Síðar var þessu tákni breytt í Ó. S. & F. Sbr.
Jón Sigurðsson: Sigurður í Yztafelli og samtíðarmenn, bls. 160-84, og Þor-
steinn Thorarensen: Gróandi þjóðlíf, bls. 484-86.
4 Orðið smjörlíki mun vera nýtt í málinu 1889, og það kemur hvergi fyrir í
þingmálafundaskýrslum frá því ári í skjalasafni Alþingis. Jón Ólafsson not-
ar það orð í fréttagrein sinni um þingmálafund Borgfirðinga, Isafold 15.
júní 1889, en í fundarskýrslunni í skjalasafni Alþingis er smjörlíki kallað
margarin-smjör.