Skírnir - 01.01.1971, Síða 131
SKÍRNIR
DRAUGORÐ
129
orð jafnvel fallið úr. En eins og sakir standa, er engin leið að gera
sér fulla grein fyrir því, hversu mikil brögð eru að slíku. Sumt af
því, sem á góma ber hér á eftir, er því efa blandið af þeim sökum.
Þetta orðasafn Schevings er ein allra merkasta heimild Bl., og er
nauðsynlegt að gera það aðgengilegt með einhverjum hætti, t. d.
með því að líma miðana á stærri seðia og raða öllu safninu í staf-
rófsröð. Þegar verið er að vinna að sögulegri íslenzkri orðabók, er
ófært að láta aðra eins frumheimild liggja í ræktarleysi, ónotaða og
ónothæfa.3a
Uppskrift Páls stúdents hefir komið fleirum að notum en Bl.
Þegar Jón Olafsson var að undirbúa orðabók sína,4 lét hann skrifa
upp Sch. í smáhefti eða vasabækur, og eru þær nú í vörzlu Orða-
bókar Háskólans, alls 101 að tölu. Uppskriftin hefst á orðinu afnám
(bls. 23 í Sch.) og nær svo til loka Sch. Fyrstu bækurnar skrifaði
Rannveig Þorvarðardóttir (Schmith) aftur í 42. bók, en þá tók
María, systir hennar, við (frá og með Heil-ilmuð grös) og lauk
verkinu. Uppskrift Rannveigar er kölluð Rannveigarbók, en afgang-
urinn Maríubók.
Skal nú ekki meira haft við þennan formála, heldur horfið að
þeim orðum, sem ég hefi fundið eitthvað athugavert við í Bl.
1. bróðurhallur
Heimild Bl. um þetta orð er ekki greind á seðlinum, en er vafa-
laust Sch.5 Þar á að vísu að standa bróðurhollr, en erfitt er að sjá,
hvort ritað er -hallr eða -hollr. Páll mun hafa verið byrjaður að
skrifa a, en skrifar o ofan í. I Rannveigarbók stendur greinilega
bróðurhallr, og samkvæmt því er bróðurhallur komið í orðabók
Jóns Ólafssonar (2. hefti).
I Sch. er bróðurhollr þýtt með ,philadelphus‘ og heimildin sögð
vera LýsLH 10,6 en þar stendur:
Tólómeus konúngur enn bróðurholli (Philadelphos).
Það fer ekki milli mála, að orðið bróðurhollur er bein þýðing á
philadelphos og kemur líklegast hvergi annars staðar fyrir. Þetta er
eina dæmið, sem Orðabók Háskólans hefir, og bróðurhallur er ekki
til í söfnum hennar.
2. frumverpli
Þetta orð er táknað sem úrelt í Bl. Það er tekið beint upp úr Sch.
9