Skírnir - 01.01.1971, Side 132
130
BALDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
ásamt viðeigandi tilvitnun úr SvPBjP. 72,7 án þess að samanburður
hafi verið gerður. En í SvPBjP. 72 stendur framverpli (og er ekki
leiðrétt í leiðréttingum). Orðasambandið er þannig:
gj0rdi þó þad sumar mikilvæg framverpli til þá stiptadrar
Land-commissiónar.
Orðabók Háskólans hefir tvö önnur dæmi um framverpli, n. ,til-
laga‘ frá svipuðum tíma, en frumverpli er víst ekki til.
3. geysi
I Bl. er hvorugkynsorðið geysi ,Rasen, Voldsomhed‘ auðkennt
sem skáldskaparorð og heimild tilgreind Klopst. Hér er eflaust um
misskilning að ræða, runninn frá Sch. Þar stendur við þetta orð:
halt fram hóflausu harmkvælageysi. Kl. Mess. 2. B.
Hér er sem sé á ferðinni orðið geis, n. Um það eru næg dæmi í
SOH,8 þ. ám. þrjú úr Messíasardrápu Klopstocks auk samsetning-
anna harmkvœlageis og vonzkugeis. Orðið geis er raunar einnig í
Bl., en er þar stafsett geys, og heimildin virðist einmitt vera vonzku-
geis Klopstocks eða öllu heldur séra Jóns á Bægisá.
4. glampaglófextur
Við þetta orð Stendur í Bl.:
iöjnefaldende lysmanket, med meget lvs Manke: glampa-
glófext hryssa (Þjóð. VIII. 92).9
Heimildin er Sch., sem hefir sömu tilvitnun, og hefir henni verið
treyst. En þetta orð er ekki sjáanlegt á tilvitnuðum stað og ekki til í
SOH. Á bls. 92 í 8. árgangi Þjóðólfs er hins vegar að finna þessi orð:
Móbrúnskjótt hryssa, 6 vetra, óaffext, glampaskjótt.
5. jarðstjörnulengd
Þetta orð er þýtt í Bl. með ,Planeternes Afstand fra Solen‘ og
sagt vera úr Urs. 81.10 Heimildin er Sch., sem hefir enga þýðingu,
en sömu tilvísun. Orðið er ekki til í Urs. 81 né í SOH. Á bls. 81 í
Stjörnufræði Ursins kemur hins vegar fyrir orðið jarðmiðjulengd
(sem vantar í Sch.), og beint fyrir ofan í næstu línu stendur jarð-
stjörnuna, en það orð er mjög títt í bókinni. Á sömu opnu eru einnig
samsetningarnar jarðstjörnubraut (bls. 80, þrisvar) og jarðstjörnu-
töflur (bls. 81). Er því líklegast, að Scheving hafi í ógáti skrifað
jarðstjörnu- fyrir jarðmiðju-. Orðið jarðmiðjulengd er til í Bl.