Skírnir - 01.01.1971, Síða 133
SKÍRNIR
DRAUGORÐ
131
6. Kaupmannastjarna
Heimild Bl. um þetta orð er Sch. Þar stendur greinilega kaup-
mannastjarna (sbr. einnig Maríubók) og fylgir tilvísun til BG-
Leið.11 En hér hefir eitthvað skolazt til, annaðhvort hjá Scheving
sjálfum eða í uppskrift Páls, því að þessi orðmynd er ekki til í
BGLeið. Hins vegar kemur þar nokkrum sinnum fyrir orðið Kaupa-
mannastjarna, þ. e. fyrsti liður orðsins er kaupa-, en ekki kaup-. A
einum stað í BGLeið. segir svo (I, 37):
sumir Islendíngar kalla hana [þ. e. Capella] Kaupamanna-
stjprnu.
Orðið kaupmannastjarna, sem er í sjálfu sér eins rétt myndað og
hitt, virðist því til orðið fyrir misgáning, og ætti þá að hverfa. Vel
má þó vera, að það hafi náð að breiðast eitthvað út á síðustu ára-
tugum, úr því að það komst í Bl., en hin orðmyndin ekki, og þar
að auki hefir orðabók Menningarsjóðs1 - hermt eftir Bl.
Á því getur þó naumast leikið vafi, að Kaupamannastjarna er hið
upprunalega heiti (sbr. Fjósakonur, Fjósakarlar o. fl.). Allar heim-
ildir, sem mér eru kunnar, benda til þess. 011 dæmi SOH eru úr
BGLeið. nema eitt, sem er tekið úr íslenzkum þjóðháttum séra
Jónasar á Hrafnagili.13 Þar er fyrsti liður einnig kaupa-, og fleiri
heimildir mætti nefna.14 Þá má geta þess, að prófessor Símon Jóh.
Ágústsson og dr. Jakob Benediktsson hafa sagt mér, að þannig
þekki þeir þetta stj örnuheiti, en hina orðmyndina ekki.
Orðið Kaupmannastjarna er því að minni hyggju draugorð í Bl.
7. óheimildartekt
Þetta mun einnig misritun, á að vera óheimildartiltekt. Á seðli
Bl. sést, að heimildin er Sch., og er þar vitnað til Þjóð. 10, 4,15 en
þar stendur:
Óheimildartiltektir og skurðr á 2 sauðkindum.
SOH hefir ekkert dæmi um óheimildartekt.
8. rastarbogi
Þetta orð læt ég fljóta með, þótt það sé ekki draugorð. Það er
þýtt í Bl. með ,Gradbue‘, en það mun vera röng tilgáta. Sá, sem
þýðinguna gerði, hefir ekki athugað textann, sem orðið er komið
úr. Heimild Bl. er Sch., sem vísar til BGLeið. I 38 (á að vera 35),
en þar merkir rastarbogi ,bogmynduð röst af stjörnum1, sbr. SOH.