Skírnir - 01.01.1971, Page 134
132
BALDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
9. reiðiskjálfa
Þetta orð er tekið upp í gamla viðbætinn á bls. 1045 og sagt
merkja ,ryste og skælve‘, og fylgir þetta dæmi: „öll jörðin reiði-
skalf“. A seðlinum sést, að heimildin er Sch. Þar er þetta sama
dæmi undir Reiði-skélf (1. p. et. nt.) og sagt vera úr Vídalínspostillu,
bls. 286. Samkvæmt skammstafanaskránni í Lbs. 283 4to er í Sch.
vitnaö í 8. útg. postillunnar (Hólum 1767-68),16 en þar verður
sögnin reiðiskjálfa ekki fundin og engin dæmi um hana í SOH. Á
bls. 286 í I. bindi áðurnefndrar útgáfu (II. bindi er ekki nema 282
síður) standa hins vegar þessi orð:
0ll Verplldenn liek aa Reideskiaalfe,
og nokkru ofar á sömu síðu:
l0rdenn skielfur.
Verður því að telja líklegast, að sögnin reiðiskjálfa sé eins konar
sambræðingur orðtökumanns svo og dæmið öll jörðin reiðiskalf ,17
10. setgrið
Þetta er kallað úrelt orð í Bl. og heimild sögð vera Sch. Við set-
grið í Sch. stendur m. a.: „þiggja s. með einum“ og dæmið sagt
vera úr Snjárs ljóðum (9. erindi), sem Scheving hefir haft í hand-
riti. Skal engum getum að því leitt, hvað þar hefir staðið, en lík-
legast er þetta ekki annað en misritun Páls, Schevings eða einhvers
annars fyrir selugrið.
í Snjáskvæði í útgáfu Ólafs Davíðssonar18 stendur svo í 13.
erindi:
mun eg með siklíng / setugrið þiggj a
og ekki getið afbrigða neðanmáls. Orðið setugrið er á sínum stað í
Bl. Það er kunnugt úr fornu máli (Glúmu, Njálu), og SOH hefir
nokkur dæmi um það.
11. sljófenginn
Þýðing Bl. er Jangsommelig, sendrægtig4 og heimild sögð vera
Sch. En þar er skrifað „Sljóf-fenginn“ cg þessi þýðing við: „mor-
am acqvirenti non objiciens“, þ. e. ,sem ekki tefur þann, er eftir
sækir1. Þetta lýsingarorð virðist því merkja nokkurn veginn sama
og skjóttekinn. Erfitt er að koma því heim og saman, að sljófenginn
hafi slíka merkingu. Þess vegna hefir Bl. ekki hirt um þýðingu Sch.,
heldur reynt að gefa einhverja skynsamlega þýðingu miðað við