Skírnir - 01.01.1971, Síða 137
SKÍRNIR
DRAUGORÐ
135
Jón Thorlacius, Stundatal eptir stjörnum og tungli (Akureyri 1855), )>ar
sem Capella er m. a. nefnd Kaupamannastjarna (bls. 36). Enn fremur kem-
ur þetta nafn nokkrum sinnum fyrir í Almanaki hins íslenzka Þjóðvina-
félags um árið 1875 (Kaupmannahöfn 1874), 30-31, en þar tekiS úr áður-
nefndum Leiðarvísi Björns Gunnlaugssonar.
Loks má geta þess, að í Almanakinu um árið 1900, bls. VI-VII, eru
myndir af stjörnuhimninum ásamt skýringum. Þar vill svo til, að öðrum
megin á opnunni (bls. VI) er Capella kölluð kaupamannastjarna, en hinum
megin (bls. VII) kaupmannastjarna. Líklegast er, að hið síðara sé hrein
prentvilla og þetta dæmi staðfesti aðeins, hve hætt var við, að rangt væri
farið með fyrsta lið orðsins.
15 Þjóðólfur. 10. árg. (Reykjavík 1858), 4.
16 Jón Þorkelsson Vídalín, Huss-Postilla I. 8. útg. (Hólum 1767).
17 I eintaki Landsbókasafns eru blýantsmerki á spássíum við þessar línur,
hvemig sem á þeim stendur. Þetta eintak er annars laust við allt krot.
18 Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur IV (Kaupmannahöfn 1898-
1903), 31.
19 I uppskrift Páls em orðin sóttvarnaðr og sóttvarnarhald á röngum stað
í stafrófsröðinni, á milli sóttarsekt og sóttarveikindi, en síðan skrifuð aft-
ur úti á spássíu, þar sem þau ættu að réttu lagi að falla inn í, og er þá
tilvísana ekki getið í það skiptið, heldur vísað á næstu bls. á undan.
20 Alþingisbœkur íslands VII (1683). Sögurit XI (Reykjavík 1948), 609.
21 Bjarni Arngrímsson, Handhægt Gardyrkju Frædi=Qver (BeitistöSum
1816), 31.