Skírnir - 01.01.1971, Side 139
SKÍRNIK
ÞETTA ER SÚ MÚSÍK . . .
137
Það er ekki mjög fjarri sanni, að rithöfundarferill Halldórs hafi
frá upphafi borið vott um viðleitni hans til að gera sjálfum sér og
öðrum grein fyrir sérstöðu og sérkennum Islendinga, örlögum
þeirra og sögu. Þetta á líka við um Innansveitarkroniku. En meðal
annars af því að þessari litlu bók er skorinn tiltölulega þröngur
stakkur, finnum við þar ekki sömu mergð kostulegra atvika og
margþættra persónulýsinga og í mörgum fyrri ritum hans. Enda
hefur hann sjálfur í viðtali bent á þann eiginleika kroniku sinnar:
Olafur á Hrísbrú, þó að hann sé ein aðalpersóna sögunnar, „er bara
teiknaður með fáum strikum; ekki útfyllt mynd“. (Sunnudagsblað
Morgunblaðsins 11. október 1970, eftir Matthías Johannessen.)
Margt er í Innansveitarkroniku samanþjappað og einfaldað, einsog
skáldið hafi viljað gefa okkur sýnishorn af íslandi í hnotskum.
Víða er farið fljótt yfir sögu, minnzt á móðuharðindin, Napóleon
mikla, Jörund hundadagakonung, kúrantmynt og kláða í fé í sömu
andránni. (41) Laxness hefur sjaldan hikað við að setja fram
hressilega ákveðnar — og stundum kannski hæpnar - fullyrðingar
um landa sína og sérkenni þeirra. Og svo er enn. „Þeir spurðu
frétta af sauðfé hvaðanæva af landinu, því alt líf í landinu var
einsog þann dag í dag miðað við sauðfé.“ (26) En „kör hefur verið
ein mikilsverðust þj óðfélagsstofnun á íslandi frá því land bygð-
ist“ (32). Myndin er dregin í sterkum og grófum dráttum, með
einskonar tréskurðartækni. En slík einföldun tekst engum nema
meistara, sem hefur efni og mál á fullkomnu valdi sínu.
Hinn rauði þráður kronikunnar er tvinnaður af þeim atburðum,
er á undan gengu niðurrifi Mosfellskirkju árið 1888. Hinni vafrandi
afstöðu Mosdælinga er lýst með mörgum skoplegum atriðum. Einn
daginn undirrita þeir, að því er virðist mest af alúð við séra Jóhann
sóknarprest sinn, bréf til biskupsins og taka þar gilda fyrirskipun
yfirvaldanna um niðurrif kirkjunnar. En skömmu síðar setja þeir,
hvattir af skeleggum mótstöðumanni, nöfn sín undir skjal til lands-
höfðingjans og krefjast þess, að sama ákvörðun verði felld úr gildi,
eða að minnsta kosti framkvæmd hennar frestað um óákveðinn
tíma. Inn í frásögn þessa er skotið nokkrum almennum hugleiðing-
um um hugsunarhátt íslendinga:
Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamleg-
um rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúar-