Skírnir - 01.01.1971, Page 141
SKÍRNIR
ÞETTA ER SÚ MÚSÍK . . .
139
Um eina aðalpersónu bókarinnar, Guðrúnu Jónsdóttur, þessa
konu sem ferðast milli bæja til að bjóða fram vinnu sína endur-
gjaldslaust í þyngstu og leiðinlegustu störfunum, segir á einum
stað: „Hún var í raun og veru kapítalisti því hún var aldrei vist-
ráðin en talin lausakona“. (52) Auðvitað má skilja það eingöngu
sem gamansemi, þegar þessi eigandi tvennra fata, nokkurra lamba -
og seinna meir rauðrar merar - er látin fylla flokk kapítalista. En
það er þó athyglisvert, að Laxness notar nú heitið kapítalisti ögn
kæruleysislega, án tengsla við ákveðnar þjóðfélagsskoðanir - eða
frekar sem grín inn þessar skoðanir. Það mundi hann varla hafa
gert fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Það virðist einnig tímans tákn,
að þegar Marx er nefndur í Innansveitarkroniku er það einungis
sem skeggberi. Um syni Ólafs á Hrísbrú segir, að þeir séu „alskeggj-
aðir og óþekkj anlegir frá samtímamönnum sínum Karli Marx og
Bakúnín“ (25). Marx er orðinn skopleg fígúra.
Smámunir, að vísu, gárur á vatnsfleti. En yfirborðið er sjaldan
óháð djúpunum undir niðri, allra sízt hjá listamanni og málsnillingi
einsog ritara Innansveitarkroniku.
Hringferð séra Jóhanns til að veiða atkvæði fyrir niðurrifi Mos-
fellskirkju gefur höfundinum tilefni til að vitna í sögukorn og spak-
mæli úr þjóðsögunum. Tveir feðgar eru að tæja hrosshár:
Þá segir pilturinn uppúr eins manns hljóði: er ]pað satt pápi minn að lausn-
arinn hafi stigið niður til helvítis? Eg veit það ekki, segir karlinn. Prestamir
eru eitthvað að segja það. Viskum ekki gefa um það. Viskum vera að tátla
hrosshárið okkar. (59-60)
í áðurnefndu viðtali bendir Laxness á að við höfum hér íslenzkt
afbrigði af talshætti, sem er í kjarna sínum alþjóðlegur og merkir
sama og til dæmis lokaorðin í Birtingi eftir Voltaire: „II faut
cultiver notre jardin.“ Einsog orðtak Dana „Skomager, bliv ved
din læst“, kennir það okkur að blanda okkur ekki í það sem okkur
kemur ekki við.
Það kann að virðast, sem Laxness hafi á seinni árum sjálfur
kosið sér þetta spakmæli fyrir leiðarstjörnu. í Ijósi hennar má með-
al annars skoða endurteknar árásir hans á þá Marx og Freud, t. d.
í Skáldatíma og Kristnihaldi undir Jökli. Hann sér þá hvom á sínu
sviði sem einstrengingslega og óraunsæja kerfasmiði, sem skekkja