Skírnir - 01.01.1971, Page 148
146
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
Þær tölur sem hér verða taldar eru ekki endanlegar, en á hinn bóg-
inn hefur allri talningunni verið hagað með sama hætti. Nema
annað sé tekið fram geta því „tíu þýdd kvæði“ átt við tíu þýðingar
sama kvæðis eða tíu sérstök kvæði, og vera má að þar séu taldar
endurprentanir sama kvæðis á mörgum árum og í mörgum stöðum.
Með þessum fyrirvara kann þó að vera vert að huga nánar að
nokkrum tölfræðilegum athugunum okkar. Skráð eru meira en
2500 dæmi íslenzkra ljóða eftir siðaskipti á erlendum málum, en
innan við 350 þeirra birtust fyrir árið 1900. Smásögur eru yfir
650, 50 þeirra birtar fyrir aldamót. 550 heilar skáldsögur hafa
birzt á erlendum málum (sögukaflar í þýðingu, endurprentanir og
endurþýðingar ótaldar) og 46 leikrit. Aðeins eitt þeirra (Ridder
Niels Ebbesen eftir Joh. G. G. Briem) kom út fyrir árið 1900. í
þessum tölum eru meðtalin verk hins víðkunna barnabókahöf-
undar Jóns Sveinssonar, frumsamin á dönsku og þýzku, 144 dæmi
í skránni. Flest teljast þau smásögur, en þó nokkur (34) til skáld-
sagna, og hafa öll birzt eftir 1900.
íslenzk kvæði í enskri þýðingu eru rúmlega 750 talsins; á dönsku
tæplega 550; þýzku 450; og eru þá íslenzk Ijóðasöfn í þýðingu ótal-
in að sinni. Mikill munur virðist á fjölda þýðinga á þessi þrjú
tungumál og sænsku sem næst kemur með 180 þýðingar, en þá ný-
norska, 150 þýðingar. En þessi hlutföll breytast ef talin eru ljóða-
söfn einstakra skálda í þýðingu. Hvorki meira né minna en 7 ljóða-
söfn einstakra íslenzkra skálda hafa birzt í nýnorskri þýðingu. Séu
50 kvæði talin í hverju ljóðasafni að jafnaði þrefaldast þar með
fjöldi íslenzkra Ijóðaþýðinga á nýnorsku. Ljóðasöfn eftir fjögur ís-
lenzk skáld hafa verið þýdd á dönsku, og eru þá ótaldar frumortar
ljóðabækur á dönsku eftir íslenzka höfunda. Á hinn bóginn hafa
aðeins eitt eða tvö ljóðasöfn íslenzkra höfunda komið út á heims-
tungum. I þessum tölum eru þó ekki taldar þýðingar á Passíusálm-
um Hallgríms Péturssonar í heilu lagi, en sálmarnir hafa verið
þýddir og gefnir út í heild á ensku og dönsku.
Á rúmensku, esperantó, ungversku, færeysku og rússnesku hafa
fundizt 40-80 dæmi íslenzkra kvæða í þýðingu, en tala þýðinga
á einstök önnur mál er óveruleg.
Fleiri íslenzkar smásögur hafa fundizt á þýzku en nokkru öðru
erlendu máli, en næst koma danska og enska. Mun færri smásögur