Skírnir - 01.01.1971, Síða 149
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 147
hafa verið þýddar á sænsku og hollenzku, og þaðan af færri á
önnur mál.
Islenzkar skáldsögur hafa einkum komið út á dönsku, 92, og
þýzku, 63, og eru þá sögur handa börnum og unglingum meðtaldar.
En önnur mál koma ekki ýkja langt á eftir. 47 þýðingar skáldsagna
eru taldar á sænsku; og 46 á hollenzku; 36 á tékknesku; 31 á
norsku; 28 á ensku; og 18 á finnsku. 18 skáldsögur hafa komið út
á nýnorsku, en af þeim eru a. m. k. 13 barna- og unglingabækur.
Þessar tölur segja þó ekki upp alla sögu. Af þýðingum á nýnorsku
eru 11 sögur eftir einn og sama höfund, Ármann Kr. Einarsson, en
engin skáldsaga hefur verið þýdd á nýnorsku eftir Halldór Laxness
né Gunnar Gunnarsson. 14 skáldsögur hafa verið þýddar á frönsku;
og 10 sögur hafa verið þýddar á pólsku, rússnesku og ungversku.
Fá íslenzk leikrit hafa komið út á erlendum málum enda er
leikritun ekki fyrirferðarmikil bókmenntagrein á íslenzku. 23 dæmi
eru skráð á dönsku — flest frumsamin verk, leikrit Jóhanns Sigur-
jónssonar og Guðmundar Kambans; 14 á ensku; en aðeins 5 á
þýzku; 4 á frönsku, sænsku og færeysku.
Torvelt er að meta hvaða erlend mál hafi haft mest gildi fyrir
útbreiðslu íslenzkra hókmennta erlendis enda oft og tíðum óvíst
úr hvaða máli hafi verið þýtt. Bækur íslenzkra höfunda á önnur
mál, einkum verk Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns Guðmunds-
sonar á dönsku og norsku, hafa að jafnaði verið þýddar úr frum-
málinu. Algengt er hins vegar að frumsamin verk á íslenzku séu
ekki þýdd úr frummáli. Oft hafa þýðingar á önnur mál verið
gerðar eftir dönskum þýðingum íslenzkra verka, en ýmsar enskar
þýðingar hafa einnig verið lagðar til grundvallar þýðingum á
önnur mál. Á seinni árum hafa þýðingar íslenzkra verka á ýmis
sovétmál verið gerðar um rússnesku.
Á fjórða áratug aldarinnar eru t. a. m. 18 íslenzkar smásögur
skráðar á dönsku og jafnmargar á þýzku. Af dönsku dæmunum
voru 8 sögur frumsamdar á dönsku; og 8 sögur á þýzku voru þýdd-
ar úr dönsku. Ein saga var þýdd á dönsku um sænsku - harla
óvenj uleg krókaleið. Af 10 sögum sem út komu á ensku var 1 frum-
samin á dönsku, 1 á norsku, 1 á ensku. 6 sögur á frönsku voru
allar þýddar úr eða um þýzku. Af 5 smásögum á tékknesku voru