Skírnir - 01.01.1971, Qupperneq 151
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 149
norsku. Enn fleiri sögur, 31, komu út á þýzku - 19 frumsamdar á
dönsku, 7 á norsku, 4 á þýzku. Aðeins ein þýðing var gerð beint
úr íslenzku. 15 skáldsögur voru þýddar á tékknesku (2 aðeins að
hluta), 6 frumsamdar á dönsku, 6 á þýzku, ein frumsamin á dönsku
en þýdd um þýzku, en ein frumsamin á íslenzku og þýdd um
dönsku. Af 12 sögum á norsku voru 6 frumsamdar á norsku, 3 á
dönsku, 1 á þýzku. Af 11 hollenzkum þýðingum voru 5 sögur frum-
samdar á norsku, 2 á dönsku, 1 á þýzku, en 2 sögur frumsamdar á
íslenzku voru þýddar um dönsku. 8 íslenzkar skáldsögur komu út á
ensku, 4 frumsamdar á norsku, 3 á dönsku, 1 á þýzku. 8 skáld-
sögur og sögukafli birtust á sænsku, 3 frumsamdar á dönsku, 3 á
norsku. Af 8 þýðingum og sögukafla á finnsku voru 5 úr norsku
og 3 úr dönsku. Engin þeirra skáldsagna sem út komu á ítölsku
(4), eistnesku (3), pólsku (3), slóvensku, serbó-króatísku og
slóvakisku (2), færeysku, lettnesku, kínversku og spænsku (1)
var þýdd úr íslenzku.
120 íslenzkar skáldsögur eða sögukaflar komu út á 29 erlendum
málum áratuginn 1950-59. Af 13 sögum sem út komu á sænsku voru
4 frumsamdar á dönsku en 1 á þýzku, en af 11 sögum sem komu
út á dönsku voru nú aðeins 2 frumsamdar á dönsku. Þær sögur
sem birtust á norsku (8) og nýnorsku (7) virðast allar hafa verið
þýddar úr íslenzku. Nú voru 5 af 8 þýðingum á þýzku gerðar úr
íslenzku; sömuleiðis voru 4 skáldsögur, auk kafla úr 3 sögum
öðrum, sem út komu í rússneskri þýðingu, þýddar úr íslenzku.
Af 7 þýðingum á hollenzku voru 3 úr þýzku, barna og unglinga-
bækur eftir Jón Sveinsson, en 2 sögur voru frumsamdar á dönsku
þótt önnur þeirra væri þýdd um þýzku. En aðrar þýðingar voru
flestar gerðar úr eða um þriðja mál. Af 4 skáldsögum á pólsku
var 1 þýdd um rússnesku, 2 um þýzku, 1 um ensku. 2 af 3 þýðingum
á serbó-króatisku voru gerðar um þýzku, 1 um frönsku; af 4
þýðingum á finnsku var 1 gerð um dönsku og 1 um sænsku. Engu
að síður fjölgaði þýðingum úr frummáli.
1957 birtist fyrsta þýðing íslenzkrar skáldsögu, reyndar frumsam-
innar á dönsku, á grænlenzku. Það var Borgslœgtens Historie eftir
Gunnar Gunnarsson. Enn lengra barst orðstír Halldórs Laxness:
Sjálfstœtt fólk var þýdd (um ensku) á indverskt tungumál, oriya.