Skírnir - 01.01.1971, Side 153
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 151
og „Róa sjómenn“ eftir Jóhannes Helga, þýdd á ensku, frönsku,
tékknesku, þýzku og rússnesku, en báðar þessar sögur voru teknar
upp í alþjóðlegt safn smásagna 1955/56.
Útgefendur eru varkárari í útgáfu þýddra skáldsagna. Þeir hneigj-
ast til að velja til þýðingar höfunda sem þegar hafa reynzt sölu-
hæfir, en af því leiðir að flestir skáldsagnahöfundar sem á annað
borð eru þýddir á erlend mál eiga fleiri en eina sögu í þýðingu.
Margar sögur fárra höfunda eru þýddar, frami tryggir aukinn
frama á þessu sviði eins og öðrum.
Ef meta skal áhrif íslenzkra bókmennta út í frá skiptir það
minna máli að einstök kvæði og smásögur séu þýddar en hvort
þýðingarnar eru líka endurprentaðar, og hvort skáldsögur, ljóða-
söfn eða smásagnasöfn eru gefin út. í bókaútgáfu er að sjálfsögðu
miklu meiri fjárfesting fólgin en prentun einstakra kvæða eða
smásagna. Lítum á árabilið 1960-69 frá þessu sjónarmiði. Þá voru
154 þýðingar íslenzkra ljóða prentaðar á ensku, en 43 þeirra höfðu
áður birzt, og 4 þýðingar voru prentaðar tvisvar á þessum áratug.
Af 65 dæmum ljóðaþýðinga á dönsku höfðu 13 kvæði verið prent-
uð áður og 11 voru prentuð tvívegis á áratugnum. Af 45 ljóðaþýð-
ingum á þýzku höfðu 7 verið prentaðar áður og 3 voru endur-
prentaðar. Af 75 þýddum kvæðum á rúmensku höfðu 7 verið prent-
uð áður, en 12 voru endurprentuð á áratugnum.
Enga reglu er að finna í þýðingu og útgáfu smásagna þennan
áratug. Af 36 þýðingum á þýzku birtust hvorki meira né minna
en 30 sögur tvisvar, en af 33 þýðingum á ensku birtust aðeins 3
tvisvar. Af 12 þýðingum á tékknesku og 8 á rússnesku birtist 1
þýðing tvisvar á hvoru málinu.
Minna kveður að skáldsögum þennan áratug. 83 þýðingar birtust
alls (en 18 þýðingar sögukafla eru ekki meðtaldar). Að frátalinni
einni bók eftir Jón Sveinsson, frumsaminni á þýzku, sem prentuð
var 5 sinnum á áratugnum, var aðeins um að ræða 5 endurprent-
anir: 4 (af 8 þýðingum) á ensku og 1 (af 7 þýðingum) á þýzku.
Oðru máli gegnir ef teknar eru saman heildartölur um þýðingar á
ýmis mál. Síðustu hundrað ár hafa allmargar íslenzkar skáldsögur
verið prentaðar oftar en einu sinni í þýðingu, einkum á þýzku,
svo að útgáfutala er allmiklu hærri en tala þýddra skáldsagna.
Hve oft voru íslenzkar skáldsögur, dýrustu verkin í útgáfu, endur-