Skírnir - 01.01.1971, Síða 157
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 155
nesku eru 16 þýðingar, 12 á serbó-króatisku, 11 á frönsku og
meir að segja 6 á japönsku, en aðeins ein á sænsku og norsku og
engin á rússnesku. Jón naut mestra vinsælda á árunum 1920-39.
A þriðja áratugnum eru 37 þýðingar skráðar á 13 tungumálum,
en á fjórða tug aldarinnar 41 þýðing á 11 málum. Vegur Jóns
Sveinssonar virtist aftur fara vaxandi á sjötta áratug aldarinnar,
29 þýðingar á 8 málum, en dvínaði á ný næsta áratug. Þá voru
endurprentuð í Þýzkalandi nokkur verk hans, frumsamin á þýzku,
en aðeins ein þýðing birtist, á japönsku.
Eftir Kristmann Guðmundsson, fjórða víðlesnasta höfundinn,
hafa birzt að minnsta kosti 77 þýðingar á 20 tungumál auk 15
frumsaminna verka á norsku. Hann hefur verið þýddur á eitt mál,
makedónisku, umfram Halldór, Gunnar og Jón Sveinsson.
Tölur sem þessar eru ekki ófróðlegar en þær eru engu að síður
marklitlar. Þótt handfylli af kvæðum eins höfundar hafi verið þýdd
á hálfa tylft tungumála skiptir það minna máli en að fáeinar bækur
annars höfundar, skáldsögur, leikrit, smásagna- og ljóðasöfn, hafa
verið þýddar á jafnmörg mál, gefnar út í stóru upplagi, endur-
prentaðar, vakið eftirtekt lesenda og gagnrýnenda. Það er t. a. m.
alls ekki ljóst hvaða ályktun megi draga af því að sögur eftir Olaf
Jóh. Sigurðsson hafa verið þýddar á 14 tungumál, en kvæði eftir
Stephan G. Stephansson aðeins á 7 - og á tvö þessi mál (rússnesku
og rúmensku) aðeins eitt einasta kvæði. Hins má geta að kvæði
Stephans G. „Þótt þú langförull legðir“ hefur birzt í hvorki meira
né minna en 7 þýðingum á ensku.
Verk 29 íslenzkra rithöfunda eftir siðaskipti hafa verið þýdd á
8 erlend mál eða fleiri. Auk Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarsson-
ar, Jóns Sveinssonar og Kristmanns Guðmundssonar eru þeir sem
hér segir, taldir eftir fjölda þýðinganna: Ólafur Jóh. Sigurðsson
(14), Gestur Pálsson (13), Ilalldór Stefánsson, Jóhann Sigurjóns-
son, Þórbergur Þórðarson og Steinn Steinarr (12), Jón Óskar,
Tómas Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson, Einar Kvaran og Davíð
Stefánsson (11), Jóhannes úr Kötlum og Hallgrímur Pétursson
(10), Einar Benediktsson, Matthías Jochumsson, Bjarni Thoraren-
sen og Grímur Thomsen (9), og Jón úr Vör, Kristján Jónsson,
Jón Trausti, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Jón Thorodd-
sen, Steingrímur Thorsteinsson og Thor Vilhjálmsson (8).